Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Öldur, hafið

Hvers virði er ein alda?

  Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar skrifar Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar.

SJÁ VERKEFNI »

Stefnumót við ráðherra

Opinn félagsfundur Stefnumótunarfundur Landverndar verður haldinn rafrænt þriðjudaginn 11. febrúar frá klukkan 20:00 – 21:30. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpar fundinn. Í

SJÁ VERKEFNI »
Hvolsskóli hefur lengi verið fremstur meðal jafningja í grænfánaverkefninu, myndin er frá afhendingu 2018, landvernd.is

Mikil tækifæri í vannýttri loftslagsaðgerð

Sú valdefling barna og ungmenna sem felst í þátttöku í Grænfánaverkefninu er eitt af þeim fjölmörgu tólum sem við þurfum að grípa til í baráttunni við loftslagsbreytingar. Grænfánaskólar eru um 40% af skólum á Íslandi og um 30% skóla á Höfuðborgarsvæðinu.

SJÁ VERKEFNI »

Áskorun náttúruverndarsamtaka inn í sáttmála ríkisstjórnar

Umhverfisverndarsamtök og náttúruvinir skora á nýja ríkisstjórn að halda vel utan um umhverfis- og loftslagsmálin. Það er brýnt að tekið sé tillit til loftslagsmarkmiða, að áhersla sé á að vernda lífbreytileika og haf, að staða félagasamtaka sé styrkt, að orkunýtingastefna sé mótuð og að sérstakt ráðuneyti loftslags og náttúruverndar sé sett á laggirnar.

SJÁ VERKEFNI »
Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein, landvernd.is

Rödd nærsamfélagsins um breytta neyslumenningu

Á kynslóðaspjalli í Tehúsinu á Egilsstöðum voru fundargestir fullir af visku og umbreytingaranda. Samhljómur var um það að við þurfum að kaupa minna, leggja áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur, nýta hlutina betur og lengur og gera við frekar en að henda.

SJÁ VERKEFNI »

Innantóm orð eða afneitun, hvort er verra?

Textinn sem samþykktur er á COP29 er í rauninni lægsti samnefnarinn, þar sem samningurinn byggir á því að öll aðildarríki séu sammála. Það þýðir þó ekki að við getum ekki gengið lengra og gert betur þegar kemur að loftslagsaðgerðum hér heima!

SJÁ VERKEFNI »

Síðasti naglinn í borginni

Landvernd og Reykjavíkurborg taka höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Bíll á negldum dekkjum veldur margfalt meiri mengun en bíll á ónegldum vetrardekkjum. Úrval ónegldra vetrardekkja verður sífellt betra og fá mörg þeirra góða umsögn og háa einkunn.

SJÁ VERKEFNI »