Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða
Landvernd fagnar ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að yfirvofandi lagning 220kV háspennulínu í lofti um Leirhnjúkshraun verði stöðvuð.
Landvernd fagnar ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að yfirvofandi lagning 220kV háspennulínu í lofti um Leirhnjúkshraun verði stöðvuð.
Landvernd hefur kært þá ákvörðun Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets hf. 2015-2024.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að því nýlega að Landsneti hf. bæri að afhenda Landvernd skýrslu um jarðstrengi sem fyrirtækið hafði neitað samtökunum um.
Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár.
Landvernd óskar eftir sérfræðingi til starfa við Grænfánaverkefni samtakanna.
Landvernd hefur sent Alþingi umsögn um lagabreytingu um Vatnajökulsþjóðgarð.
Landvernd hefur sent Alþingi umsögn sína vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á nokkrum lögum vegna sameiningar Skógræktar ríkisins og landshlutabundnu skógræktarverkefnanna.
ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk lög tryggi ekki rétt okkar til að bera athafnaleysi stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila.
Landvernd hefur sent ríkisstjórn Íslands ákall um aðgerðir vegna mengunar í Mývatni
Aðalfundur Landverndar, haldinn 30. apríl sl. sendi frá sér ályktanir um fjögur málefni: Drög að niðurstöðum rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, áskorun á stjórnvöld að standa við lögbundnar friðlýsingar, að stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu beitilanda og að Landslagssamningur Evrópu verði fullgiltur.
Kjölur og næsta nágrenni eru hluti af gersemum miðhálendisins. Kjalvegur er þar meginsamgönguæð og við hann eru mörg fjölsótt svæði sem hafa hátt náttúruverndargildi. Að mati Landverndar ætti svæðið að vera hluti af miðhálendisþjóðgarði og allar skipulagsákvarðanir að taka mið af því.
Landvernd hefur á undanförnum árum veitt Landsneti hf. öflugt aðhald í umhverfismálum. Það hefur einkum beinst að áætlanagerð Landsnets (kerfisáætlun) og umdeildum framkvæmdum, þar á meðal Sprengisandslínu. Mörg mál bíða úrlausnar dómstóla og annarra yfirvalda, þar sem reynir á stöðu umhverfismála.
Í ársskýrslu Landverndar 2015-2016 er stiklað á stóru um starf Landverndar á árinu.
Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2016! Verðlaunin fá þau fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk, unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð.
Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2016! Verðlaunin fá þau fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk, unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð.
Aðalfundurinn verður haldinn 30. apríl kl. 13-17 að Túngötu 14 í Reykjavík
Stjórn Landverndar hefur sent Alþingismönnum og ráðherrum áskorun um að ríkið kaupi jörðina Fell í Suðursveit og geri Jökulsárlón og Breiðamerkursand að hluta Vatnajökulsþjóðgarðs.
Vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun var 6. bekkur Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Baráttan gegn matarsóun hófst þann 11. nóvember á hinni samnorrænu námsgátt Norrænu félaganna, nordeniskolen.org.
Landvernd og Sveitarfélagið Hornafjörður skrifa undir yfirlýsingu um samdrátt í útlosun gróðurhúsalofttegunda hjá sveitarfélaginu. Landvernd vonast til að fá fleiri sveitarfélög í verkefnið í framhaldinu. Fljótsdalshérað hefur þegar hafið þátttöku.
Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 30. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn í sal Kvenfélagasambands Íslands að Túngötu 14 í Reykjavík. Gert er ráð