Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Góðir göngustígar geta stýrt umferð gangandi vegfarenda um náttúruperlur, aukið aðgengi og um leið verndað viðkvæm svæði, landvernd.is

Fetum rétta stíginn

Hvernig má bæta umgengni og vernda náttúruperlur með stígagerð? Skoski landfræðingurinn Bob Aitken flutti fyrirlesturinn Finding the right path sem tekur á göngustígastjórnun og möguleikum Íslendinga á því sviði.

SJÁ VERKEFNI »

Ljósmyndaleikur Hjarta landsins

Hafinn er ljósmyndaleikur Hjarta landsins á vegum Landverndar. Með þátttöku gefst öllum áhugasömum tækifæri á að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins og taka undir kröfuna um vernd þeirra.

SJÁ VERKEFNI »

Bláfáninn í sumar

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á öllum þeim stöðum sem sóttu um viðurkenninguna hér á landi í ár. Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum hér á landi, en níu staðir flagga í ár sem er aukning um tvo síðan í fyrra. Þeir staðir sem bættust við eru Bíldudalshöfn og Grófin í Keflavík. Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi.

SJÁ VERKEFNI »

Bláfáninn afhentur Ylströndinni

Bláfáninn var dreginn að húni á Ylströndinni í Nauthólsvík í níunda sinn í síðustu viku. Sú nýbreytni verður í ár að Ylströndin flaggar allt árið en ekki bara yfir sumartímann. Ylströndin heldur úti sérlega veglegri fræðsludagskrá í samvinnu við fræðslusvið Reykjavíkurborgar.

SJÁ VERKEFNI »

Bláfáninn afhentur Ylströndinni

Bláfáninn var dreginn að húni á Ylströndinni í Nauthólsvík í níunda sinn í síðustu viku. Sú nýbreytni verður í ár að Ylströndin flaggar allt árið en ekki bara yfir sumartímann. Ylströndin heldur úti sérlega veglegri fræðsludagskrá í samvinnu við fræðslusvið Reykjavíkurborgar.

SJÁ VERKEFNI »

Umsókn Landsnets mótmælt

Landvernd mótmælir harðlega umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 meðan kærumál vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar standa yfir og eignarnámsmál eru óútkljáð. Landvernd hvetur sveitarfélögin til að fresta afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kærumála liggur fyrir.

SJÁ VERKEFNI »
Handtaka í Gálgahrauni, landvernd.is

Náttúruverndarþing 2014

Náttúrverndarhreyfingin boðar til Náttúruverndarþings í fundarsal Ferðafélags Íslands laugardaginn 10. maí kl. 10:00-18:00. Fjallað verður um nokkur verkefni náttúruverndarsamtaka, umhverfisverndarsamtök ungs fólks og aðgerðarhyggju og framkomu lögreglu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

SJÁ VERKEFNI »