Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð
Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð.
Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð.
Landvernd og Ferðafélag Íslands efndu á dögunum til gönguferðar um jarðhitasvæði í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs. Um 25 manns mættu í gönguna í blíðskaparveðri og nutu leiðsagnar Reynis
Baráttufundurinn krefst þess að Alþingi endurskoði þennan þátt áætlunarinnar og færi hið minnsta Sveifluháls í Krísuvík, Sandfell sunnan Keilis, Stóru-Sandvík og Eldvörp í bið- eða verndarflokk.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í gærkvöldi, 30. maí. Ályktun fundarins má lesa hér að neðan.
Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Framsöguerindi sérfræðinga og pallborðsumræður með stjórnmálamönnum
Landvernd efndi til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum mánudaginn 21. maí síðastliðinn í Nauthóli við Nauthólsvík. Málþingið var liður í verkefni Landverndar með sama heiti, en sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er verkefni til tveggja ára sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar hélt erindi á borgarafundi um náttúruvernd og auðlindanýtingu í stjórnarskrá.
Um 50 manns sóttu aðalfund Landverndar 2012 sem haldinn var í Nauthól í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum samtakanna og fjórar ályktanir um hálendisþjóðgarð, rammaáætlun, sameiginlegt umhverfismat háspennulína og loftslagsmál.
Ályktun aðalfundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands
Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína
Ályktun aðalfundar Landverndar 2012 um rammaáætlun.
Ályktun aðalfundar Landverndar 2012 um loftslagsmál.
Um 85% félagsmanna Landverndar segjast vera ánægð eða mjög ánægð með þær áherslur sem koma fram í starfi samtakanna um þessar mundir. Það er gott til þess að vita, ekki síst þegar stór og umdeild mál bíða okkar, t.d. virkjanahugmyndir á Reykjanesskaga og fyrirhugaðar raflínur yfir miðhálendið. Snúum nú bökum saman og vinnum íslenskri náttúru gagn.
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi.
Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins fer hér á eftir.
Yfir eitt hundrað manns sóttu málþing Landverndar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi í Norræna húsinu í dag. Til umræðu voru áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá.
Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um frummatsskýrslu Blöndulínu 3, 220kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Stutta leiðarlýsingu má lesa hér neðar*. Landvernd gerir þrjár meginathugasemdir
Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við framkomna frummatsskýrslu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar.