Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

SJÁ VERKEFNI »

Vel heppnað málþing um ferðamennsku á háhitasvæðum

Landvernd efndi til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum mánudaginn 21. maí síðastliðinn í Nauthóli við Nauthólsvík. Málþingið var liður í verkefni Landverndar með sama heiti, en sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er verkefni til tveggja ára sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012

SJÁ VERKEFNI »

Aðalfundur Landverndar 2012

Um 50 manns sóttu aðalfund Landverndar 2012 sem haldinn var í Nauthól í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum samtakanna og fjórar ályktanir um hálendisþjóðgarð, rammaáætlun, sameiginlegt umhverfismat háspennulína og loftslagsmál.

SJÁ VERKEFNI »
Kerlingarfjöll eru einstök náttúruperla sem okkur ber að vernda, landvernd.is

Göngum saman til mikilvægra verka

Um 85% félagsmanna Landverndar segjast vera ánægð eða mjög ánægð með þær áherslur sem koma fram í starfi samtakanna um þessar mundir. Það er gott til þess að vita, ekki síst þegar stór og umdeild mál bíða okkar, t.d. virkjanahugmyndir á Reykjanesskaga og fyrirhugaðar raflínur yfir miðhálendið. Snúum nú bökum saman og vinnum íslenskri náttúru gagn.

SJÁ VERKEFNI »