Umsögn um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
Landvernd hefur sent inn umsögn við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Landvernd hefur sent inn umsögn við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Stjórn Landverndar fagnar því að sett verði heildarlöggjöf um loftslagsmál á Íslandi.
Boðað er til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni.
Í ár eru tíu ár liðin frá því að Landvernd innleiddi Bláfánaverkefnið á Íslandi. Verkefnið felst í því að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti og þjónustu sem stuðlar að verndun umhverfisins við sjóinn. Um er að ræða viðurkenningu í formi fána sem ætlað er að vekja verðskuldaða athygli á því að handhafinn uppfylli kröfur Bláfánans og beri þannig hag almennings og umhverfis fyrir brjósti í umgengni sinni við sjóinn.
Landvernd leggur til að falla frá virkjun á svæðinu, m.a. í ljósi mikillar óvissu um endingu jarðhitaauðlindarinnar á svæðinu og umfangsmikilla umhverfisáhrifa.
Landsbankinn veitti Landvernd nýverið 500.000 króna í umhverfisstyrk til að gera fræðsluefni um jarðhitasvæði á Íslandi, með það að markmiði að efla þekkingu, bæta umgengni og stuðla að sjálfbærri ferðamennsku á jarðhitasvæðum.
Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar Landverndar. Nýliðið ár var viðburðaríkt hjá Landvernd.
Mikill áhugi er á að þróa náttúrutengda ferðaþjónustu á Íslandi í átt að sjálfbærni. Markmið jarðhitaverkefnis Landverndar er að vernda viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum.
Í tilefni af aldarminningu Sigurðar Þórarinssonar
Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.
Umsögn Landverndar um Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands.
Merkur áfangi verður í starfi Landverndar á fullveldisdaginn þann 1. desember þegar undirritaður verður þriggja ára styrktarsamningur milli Landverndar, umhverfisráðuneytis og mennta- og menningarráðuneytis um verkefnið Skólar á grænni grein. Kvennaskólinn í Reykjavík er 200. skólinn til að hefja þátttöku í verkefninu.
Stjórn Landverndar fagnar mörgum þeim breytingum og áherslum sem lagðar eru til í drögum að nýrri skipulagsreglugerð.
Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð norðanverðan.
Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (106. mál á 140. löggjafarþingi).
Landvernd hefur gert athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á refsiákvæðum náttúruverndarlaga.
Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.
Landvernd, ásamt 12 öðrum félagasamtökum um náttúruvernd, sendi inn viðamikla umsögn um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Þar er m.a. lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum.
Umsögn Landverndar um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
Stjórn Landverndar fagnar því að fram sé komin tillaga um eflingu græns hagkerfis hér á landi.
Landvernd telur að flestar þær fyrirhuguðu breytingar sem fram koma í frumvarpsdrögum séu til bóta.