
Hálendisþjóðgarður til heilla
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Hjarta landsins býr yfir stærstu víðernum Evrópu.
Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.
Framleiðsla málma og flugsamgöngur eru þær iðngreinar sem menga langsamlega mest á Íslandi.
Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.
Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.
Hálendishópur Landverndar heldur fyrsta fund starfsársins í húsakynnum samtakanna Guðrúnartúni 8 þann 18. september næstkomandi klukkan 20.
Stjórn Landverndar lýsir eindregnum stuðningi við friðlýsingu Dranga á Ströndum.
Landvernd telur að allir faglegir ferlar hafi sýnt að veglagningu um Teigsskóg beri að hafna.
Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir Umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitastjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar.
Stjórn Landverndar styður heilshugar við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Það er óskandi að áframhaldandi vitundarvakning um náttúruvernd hjá almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar verði til þessi að við getum staðið vörð um náttúruperlur landsins og verndað þær til framtíðar.
Sjórn Landverndar styður tillögur UAR um styrkingu almannaréttarins.
Íslendingar eru vörslumenn um 42% af allra villtustu víðernum Evrópu. Víðerni Íslands eru einstök á heimsmælikvarða og þarfnast verndar, bæði náttúrunnar vegna og okkar sjálfra.
Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.
Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.
Það er ekki að nóg að setja svæði á framkvæmdaáætlun fyrir friðlýsingar til næstu fimm ára. Henni þarf að fylgja eftir þangað til viðkomandi svæði eða fyrirbæri hefur verið friðlýst.
Landvernd skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að virkja þetta ákvæði og friðlýsa hið allra fyrsta stærstu lindavatnssvæði landsins gagnvart orkuvinnslu. Jafnframt skorar Landvernd á orkufyrirtæki og sveitarstjórnir að láta af hernaði gegn þessum djásnum landsins.