Jól og neysla
Jól og neysla
Afmælispakki grænfánans í desember
Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.
VERKEFNI
HORFA
LESA
Hvað veist þú
um neyslu?
Allt sem við jarðarbúar gerum hefur áhrif á aðra og umhverfið alls staðar á jörðinni.
Áhrifin eru mismikil, til dæmis eftir því hvar við búum, hvað við eigum mikinn pening og hvað við erum gömul. Við erum öll neytendur.
Allt sem við kaupum, borðum og notum kemur frá jörðinni.
Fötin sem við klæðumst, maturinn sem við borðum, tölvan á heimilinu, sjónvarpið, fjarstýringin og lengi mætti áfram telja.
En hvernig litu heimili okkar út fyrir 100 árum síðan? Áttu afar okkar og ömmur jafn mikið dót?
Með aukinni tækni og framþróun í samfélaginu hafa kröfur okkar og tækifæri aukist mikið.
Í dag er mun meira til af fötum, framandi matvælum og tækjum á heimilum okkar en áður var.
Mikilvægt er að við þekkjum öll áhrifin sem líf okkar hefur á jörðina og kunnum að bregðast við þeim. Látum ekki hendur fallast og höfum í huga að „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!“
Það mikilvægasta sem við gerum er að endurhugsa hlutina. herum við að kaupa og nota og af hverju? Er eitthvað af því óþarfi? Manstu eftir einhverju sem þú hefur keypt þér sem þú notaðir lítið sem ekkert?
Mataræðið er eitt af því sem við getum endurhugsað. Það þýðir ekki endilega að við ættum að borða minna, heldur skiptir mestu máli hvað við borðum og hvort við erum að henda mat. Matur er mis umhverfisvænn og einn þriðji af framleiddum mat fer í ruslið. Það er eins og þú myndir kaupa þér þrjú epli og henda einu þeirra strax í ruslið.
Við getum endurhugsað ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Allt þetta hefur áhrif.
Það er gott að afþakka það sem við viljum ekki og þurfum ekki. Með því að afþakka allan óþarfa spörum við okkur tíma, þar sem við þurfum ekki að finna pláss fyrir óþarfan eða finna út hvernig á að endurvinna hann þegar þar að kemur.
Færð þú stundum óþarfa í jólagjöf eða afmælisgjöf? Gott ráð er að segja öllum gestum hvað þú raunverulega vilt fá að gjöf. Ertu að safna þér fyrir einhverju? Segðu frá því! Það eykur líkurnar á því að þú fáir pening fyrir því sem þig langar í og minnkar líkurnar á því að þú fáir óþarfa í gjöf. Svo má líka velja gott málefni og styrkja góðgerðasamtök fyrir gjafaupphæðina.
Með því að einfalda og kaupa minna spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til.
Átt þú einhvern hlut sem þú notar ekki lengur? Það eru mikil verðmæti í hlutunum, jafnvel þó við séum hætt að nota þá. Föt er hægt að gefa eða selja áfram; og svo er hægt að nota efnið til þess að sauma eitthvað alveg glænýtt. Sama má segja með hluti. Raftækjum má stundum skila til framleiðanda eða aðila sem gerir þau upp og selur aftur.
Endurvinnsla er vissulega mikilvæg, en við ættum bara að endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, sleppt því að kaupa eða endurnýtt.
Það er hlutverk okkar allra að hugsa um jörðina.
Við sem einstaklingar getum gert margt en stjórnvöld og fyrirtæki eiga líka að sinna sínu hlutverki.
Við getum minnt þau á hlutverkið sitt með því að senda þeim póst, hefja undirskriftasöfnun, óska eftir fundi með ráðafólki og fleira og fleira.
Mundu! Við getum öll haft áhrif!
Verkefni
Gömlu góðu jólin
Jólaleg púsluspil
Jólasmiðja á leikskóla
Hvernig voru jólin hjá ömmu og afa?
Uppruni jólagjafa
Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar
Hvernig eru græn jól?
Jólagosið
Lýsum upp skammdegið með heimagerðum kertum
Kerti sem brennur ekki
Jólakrans úr bylgjupappa
Skreytum tré með trölladeigi fa la la la
Gamalt leirtau gerir gagn
Sauma í pappír
Jólabókaflóð
Lesa meira um neyslu
Hugleiðingar um orkuskiptin
Umsögn: Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi
Endurvinnum
Endurnýtum
Einföldum lífið og kaupum minna
Afþökkum óþarfa
Endurhugsum neysluna
Takmörkun á notkun Pálmaolíu er forgangsatriði
Þolmarkadagur jarðar er runninn upp
10 hlutir sem þú getur gert við staka sokka
Fimm leiðir til að tækla blautþurrkuskrímslið
Viltu minnka neyslu? Hvað getum við gert?
Deildu með okkur hugmyndum og myndum
Ítarefni
MAN – Maðurinn og neysla hans. Steve Cutts
Wake Up Call: End the Nightmare of Consumption (filmsforaction.org)
Endurhugsum framtíðina, afþökkum, einföldum. Stuttþáttaröð Landverndar.
Hvað getum við gert? – Verðmætin undir vaskinum | RÚV Sjónvarp (ruv.is)
Hvað getum við gert? – Kolefnislaus rækjukokteill | RÚV Sjónvarp (ruv.is)
Plast. Örfræðsla frá Skólum á grænni grein. Landvernd
Story of Stuff – “Corporation” With Annie Leonard – Story of stuff
Vistspor Örfræðsla frá Skólum á grænni grein
Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar. Landvernd.
Neysla og úrgangur, eitt af þemum sem grænfánaskólar vinna með. Landvernd.
20 skógjafir sem loftslagsvænir jólasveinar gefa í skóinn. Landvernd.
Hvað er Vistspor? Það sem við notum er mælt í jarðhekturum. Landvernd
Úrgangsmál og endurvinnsla í miklum ólestri. Ályktun stjórnar Landverndar. Landvernd.
Jólaruslið. Pappír og plast eiga ekki að fara í sama gáminn! Sorpa.
Umhverfisvæn jól. Ingrid Kuhlman. Vísir.
Græn jól. Sérblað með Fréttablaðinu. 2019.
Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi. Umsögn stjórnar Landverndar
Af stað með úrgangsforvarnir, Nemendahefti frá Norden i skolen.
Finndu mig í fjöru, Strandhreinsunarverkefni með börnum, Umhverfisstofnun.
Himinn og haf, Námsvefur um mengun sjávar.
Hreint haf, Rafbók og verkefnasafn um hafið og ógnvalda þess.
Jörð í hættu!? Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.
Plast og annað sorp í hafinu, Norden i skolen.
Örplast í hafinu, Norden i skolen
Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni.
#grænfáninn20ára
#grænfáninn20ára
Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum.
Kynntu þér menntaverkefni Landverndar
GRÆNFÁNINN
Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt.
Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…
Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…