Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein og grænfánans. Landvernd.

Jól og neysla

Jól og neysla

Afmælispakki grænfánans í desember

Grænfáninn er 20 ára á Íslandi. Tófan, lukkudýr Skóla á grænni grein heldur á stórri afmælisköku með 20 kertum.
Hönd heldur á jólagjöf fyrir framan lýsandi jólatré. Neysla og hringrásarhagkerfi eru þemu desembermánaðar á afmæli grænfánans.

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

VERKEFNI

HORFA

LESA

Hvað veist þú
um neyslu?

Allt sem við jarðarbúar gerum hefur áhrif á aðra og umhverfið alls staðar á jörðinni.

Áhrifin eru mismikil, til dæmis eftir því hvar við búum, hvað við eigum mikinn pening og hvað við erum gömul. Við erum öll neytendur.

Allt sem við kaupum, borðum og notum kemur frá jörðinni.

Fötin sem við klæðumst, maturinn sem við borðum, tölvan á heimilinu, sjónvarpið, fjarstýringin og lengi mætti áfram telja.

En hvernig litu heimili okkar út fyrir 100 árum síðan? Áttu afar okkar og ömmur jafn mikið dót?

Með aukinni tækni og framþróun í samfélaginu hafa kröfur okkar og tækifæri aukist mikið.

Í dag er mun meira til af fötum, framandi matvælum og tækjum á heimilum okkar en áður var.


Mikilvægt er að við þekkjum öll áhrifin sem líf okkar hefur á jörðina og kunnum að bregðast við þeim. Látum ekki hendur fallast og höfum í huga að „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!“

Það mikilvægasta sem við gerum er að endurhugsa hlutina. herum við að kaupa og nota og af hverju? Er eitthvað af því óþarfi? Manstu eftir einhverju sem þú hefur keypt þér sem þú notaðir lítið sem ekkert?

Mataræðið er eitt af því sem við getum endurhugsað. Það þýðir ekki endilega að við ættum að borða minna, heldur skiptir mestu máli hvað við borðum og hvort við erum að henda mat. Matur er mis umhverfisvænn og einn þriðji af framleiddum mat fer í ruslið. Það er eins og þú myndir kaupa þér þrjú epli og henda einu þeirra strax í ruslið.

Við getum endurhugsað ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Allt þetta hefur áhrif.

Það er gott að afþakka það sem við viljum ekki og þurfum ekki. Með því að afþakka allan óþarfa spörum við okkur tíma, þar sem við þurfum ekki að finna pláss fyrir óþarfan eða finna út hvernig á að endurvinna hann þegar þar að kemur.
Færð þú stundum óþarfa í jólagjöf eða afmælisgjöf? Gott ráð er að segja öllum gestum hvað þú raunverulega vilt fá að gjöf. Ertu að safna þér fyrir einhverju? Segðu frá því! Það eykur líkurnar á því að þú fáir pening fyrir því sem þig langar í og minnkar líkurnar á því að þú fáir óþarfa í gjöf. Svo má líka velja gott málefni og styrkja góðgerðasamtök fyrir gjafaupphæðina.

Með því að einfalda og kaupa minna spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til.

Átt þú einhvern hlut sem þú notar ekki lengur? Það eru mikil verðmæti í hlutunum, jafnvel þó við séum hætt að nota þá. Föt er hægt að gefa eða selja áfram; og svo er hægt að nota efnið til þess að sauma eitthvað alveg glænýtt. Sama má segja með hluti. Raftækjum má stundum skila til framleiðanda eða aðila sem gerir þau upp og selur aftur.

Endurvinnsla er vissulega mikilvæg, en við ættum bara að endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, sleppt því að kaupa eða endurnýtt.

Það er hlutverk okkar allra að hugsa um jörðina.

Við sem einstaklingar getum gert margt en stjórnvöld og fyrirtæki eiga líka að sinna sínu hlutverki.

Við getum minnt þau á hlutverkið sitt með því að senda þeim póst, hefja undirskriftasöfnun, óska eftir fundi með ráðafólki og fleira og fleira.

Mundu! Við getum öll haft áhrif!

Verkefni

torfbæir í vetrarbúning, landvernd.is

Gömlu góðu jólin

Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna ...
Opna verkefni
Mynd af púsli, landvernd.is

Jólaleg púsluspil

Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil ...
Opna verkefni
Blýantar, skæri og fleira föndurdót, landvernd.is

Jólasmiðja á leikskóla

Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið ...
Opna verkefni
amma og afi með jólasveinahúfu og barnabarni, landvernd.is

Hvernig voru jólin hjá ömmu og afa?

Í verkefninu tökum við viðtal við eldri manneskju sem við þekkjum um þeirra æskujól, getum við lært af jólasiðum eldri kynslóða voru þær kannski umhverfisvænni ...
Opna verkefni
Bómullarakur, landvernd.is

Uppruni jólagjafa

Hvaðan koma hlutirnir sem við fáum í jólagjöf, hver er uppruni þeirra og úr hverju eru þeir? Verkefni fyrir 3-15 ára nemendur.
Opna verkefni
Konur í verslunarferð, landvernd.is

Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar

Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að ...
Opna verkefni
júlakúla með mynd af jörðinni, landvernd.is

Hvernig eru græn jól?

Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á ...
Opna verkefni
jólagosið, áldósir í hrúgu, landvernd.is

Jólagosið

Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni ...
Opna verkefni
kerti og kertaafngangar fyrir föndur, landvernd.is

Lýsum upp skammdegið með heimagerðum kertum

Þegar skammdegið skellur á þá er notalegt að töfra fram ljós með kertum. Það er spennandi að búa til sitt eigið kerti og nýta um ...
Opna verkefni
kerti með vetrarskreytingu, landvernd.is

Kerti sem brennur ekki

Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd ...
Opna verkefni
grenigreinar til skretyingar, landvarnd.is

Jólakrans úr bylgjupappa

Í þessu verkefni förum við út og finnum efni úr náttúrunni t.d. greni, köngla og ber ef við eigum frá haustinu og búum til jólakrans. ...
Opna verkefni
trölldeigsjólaskraut með greni,landvernd.is

Skreytum tré með trölladeigi fa la la la

Búum til skraut á jólatréð úr trölladeigi eða kartöflumjölsdeigi og notum t.d greninálar til þess að skreyta það með. Hentar öllum aldri
Opna verkefni
málað leirtau, leikskólaföndur, Tjarnarsel, landvernd.is

Gamalt leirtau gerir gagn

Hvernig getum við endurnýtt gamalt leirtau sem hefur safnast upp og ekki er notað lengur - í skólum og á heimilum. Verkefni fyrir nemendur leikskóla ...
Opna verkefni
marglitaðgarn,landvernd.is

Sauma í pappír

Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.
Opna verkefni
Gamlar bækur í hrúgu. Jólabókaflóð. landvernd.is

Jólabókaflóð

Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða ...
Opna verkefni

Lesa meira um neyslu

Hugleiðingar um orkuskiptin

Þrýstingur er úr öllum áttum: Ákall eftir meiri orku og aukinni framleiðslu - sem síðan leiðir til aukinnar neyslu.
Tómas Knútsson og Rannveig Magnúsdóttir standa í fjörunni í Mölvík á Reykjanesi og halda á borða sem á stendur Hreinsum Ísland, í fjörunni er mikið rusl en þau eru með poka og eru að hreinsa.

Umsögn: Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi

Úrgangsmál hafa verið í ólestri á Íslandi og mikið verk sem þarf að vinna til þess að koma á raunverulegu hringrásarhagkerfi.
Endurvinnum þar sem fellur til og búum einfaldlega til minna rusl. Kona flokkar gosflösku.

Endurvinnum

Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Endurnýtum í stað þess að kaupa nýtt. Kona í síma að spyrja á facebook hvort einhver geti lánað henni ferðarúm fyrir börn.

Endurnýtum

Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.
Kaupum minna, einföldum lífið. Kona að troða stórum poka í bíl á meðan önnur kona gengur með léttan poka í burtu.

Einföldum lífið og kaupum minna

Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is

Afþökkum óþarfa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Endurhugsum neysluna

Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina - og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið ...
Lítill órangúti í fanginu á móður sinni. Órangútar eru í hættu vegna regnskógaeyðingar af völdum pálmaolíu framleiðslu, landvernd.is

Takmörkun á notkun Pálmaolíu er forgangsatriði

Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga ...
Forvitin íslensk tófa lítur á ljósmyndara. Þolmarkadagur jarðar er runninn upp.

Þolmarkadagur jarðar er runninn upp

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir minnir á að í dag er þolmarkadagur jarðar runninn upp, þremur vikum síðar en í fyrra. Hún hvetur fólk til þess að ...
Ekki henda stökum sokkum, hér eru 10 leiðir sem þú getur leikið þér að, landvernd.is

10 hlutir sem þú getur gert við staka sokka

Hér eru tíu ráð fyrir einhleypa sokka sem finnast á hverju heimili. #þjóðráðLandverndar
Blautþurrkuskrímslið eins og það birtist í veitukerfinu í Reykjavík þann 20. mars 2020. Mynd, blautþurrkur er fengin frá Veitum. Viðbætur: Landvernd.is

Fimm leiðir til að tækla blautþurrkuskrímslið

Við megum ekki hætta að huga að heilbrigði hafsins þó að við séum meira heima við eða komin með þrifaæði. Allt tengist þetta. Um helmingur ...
Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Viltu minnka neyslu? Hvað getum við gert?

Hvernig getum við minnkað neyslu? Hvað getum við gert? Landvernd sýnir hér á skemmtilegan hátt auðveldar leiðir til að takast á við þann vanda sem ...

Deildu með okkur hugmyndum og myndum

Sendu okkur myndir af verkefnavinnunni og við komum þeim á framfæri!

Ítarefni

Af stað með úrgangsforvarnir, Nemendahefti frá Norden i skolen.

Finndu mig í fjöru, Strandhreinsunarverkefni með börnum, Umhverfisstofnun.

Himinn og haf, Námsvefur um mengun sjávar.

Hreint haf, Rafbók og verkefnasafn um hafið og ógnvalda þess.

Jörð í hættu!? Námsvefur með þemaverkefnum og myndskeiðum.

Plast og annað sorp í hafinu, Norden i skolen.

Örplast í hafinu, Norden i skolen

Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni. 

#grænfáninn20ára

#grænfáninn20ára

Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum. 

Kynntu þér menntaverkefni Landverndar

GRÆNFÁNINN

Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt. 

Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…

Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…