Þú er hér - Category: Grænfánafréttir

Skapandi skil. Nemendur velja þá leið sem þeir fara í að miðla efni sem þeir læra um, hvort sem það er myndasaga, lag, ljóð eða jafnvel hlaðvarp. landvernd.is

Skapandi skil

Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

SJÁ VERKEFNI »
Krukkur með mold, mismunandi efni sem brotna niður. Molta í krukku, verkefni úr Hreint haf. landvernd.is

Molta í krukku

Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Norræna skólaspjallið er leið til að kynnast ungmennum og spjalla um málefni sem brenna á ungmennum á nýstárlegan hátt.

Norræna loftslagsspjallið á næsta leiti

Þann 11. nóvember nk. ræða nemendur á Norðurlöndunum saman um loftslagsmál í spjall rúllettu. Við hvetjum bekki til að taka þátt! Þetta er nýstárleg og skemmtileg leið fyrir nemendur til að kynnast öðrum ungmennum og ræða spurningar sem brenna á þeim.

SJÁ VERKEFNI »
Rostungar liggjandi á strönd við hafið. landvernd.is

Rostungar og víkingar

Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum

SJÁ VERKEFNI »
Lukkudýr grænfánans heldur á afmælisköku með 20 kertum og við hlið hennar stendur talan 20. Grænfáninn 20 ára á Íslandi

Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli

Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli á Íslandi skólaárið 2021-2022. Á afmælisárinu fögnum við nemendum og starfsfólki skólanna og sendum frá okkur afmælispakka, tileinkaðan ákveðnu þema í hverjum mánuði.

SJÁ VERKEFNI »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »