Þú er hér - Category: GRÆNFÁNINN

Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði

Það var glatt á hjalla í morgun þegar Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann. Hann er aðþjóðleg viðurkenning fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins.
Elstu börnin skipulögðu hátíðina, þau byrjuðu á að bjóða alla velkomna og kynntu nýjan umhverfissáttmála, OKKUR ÞYKIR VÆNT UM JÖRÐINA, en þessi fallegu orð urðu fyrir valinu hjá börnunum á umhverfisnefndafundi fyrir skömmu síðan. Sungin voru nokkur lög og eftir að nýi fáninn hafði verið dreginn að húni var boðið upp á flatkökur sem börnin á Lundi og Hjalla höfðu smurt og heitan skógardrykk.

SJÁ VERKEFNI »

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn

Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn fékk fánann afhentan og í upphafi skóladags var íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.

Á hátíðinni í íþróttasalnum var dagskráin að mestu leyti í höndum nemenda skólans. Skólastjóri flutti ávarp í upphafi en síðan sáu Hulda Margrét Sveinsdóttir og Sævar Þór Fylkisson nemendur í 6. bekk um kynninguna. Nemendur í 5. bekk voru með söngatirði og Ásdís Guðmundsdóttir, nemandi í 8. bekk, flutti Umhverfisávarp.
Leikatriði eldri nemenda og upplestur hjá nemendum úr 3. bekk var einnig á dagskrá og að lokum sungu allir skólasönginn saman.

SJÁ VERKEFNI »

Fyrsti grænfáninn á Kópasteini

Það var stoltur hópur barna og starfsmanna Kópasteins sem tók á móti Grænfánanum frá Rannveigu Thoroddsen fulltrúa Landverndar 12. mars sl. Það felst mikil viðurkenning í því að fá fánann og við stefnum ótrauð áfram á grænubrautinni. Foreldrum þökkum við kærlega fyrir komuna Það gerir svona stund svo ánægjulega að deila henni með vinum og vandamönnum.

SJÁ VERKEFNI »

Leikbær flaggar í fyrsta sinn

Grænfánanum var flaggað í fyrsta skipti á leikskólanum Leikbæ í Dalvíkurbyggð í dag. Leikskólinn hefur unnið að því nú um nokkurt skeið að fá að flagga grænfánanum og varð það að veruleika í dag.

SJÁ VERKEFNI »

Dagatal Sorpu 2012

Almanak SORPU skipar fastan sess í útgáfustarfsemi fyrirtækisins. Almanakið hefur komið út frá árinu 2002 og hefur verið unnið í samstarfi við ýmsa aðila undanfarin 10 ár. Fyrir almanaksárið 2012 leitaði SORPA samstarfs við Landvernd um gerð almanaksins. Fjöldi leik og grunnskóla á grænni grein á samlagssvæði SORPU tóku þátt í samkeppninni. Öllum þeim sem sendu inn verk eru færðar góðar þakkir um leið og við vonum að almanakið komi ykkur að góðum notum.

SJÁ VERKEFNI »

Varðliðar umhverfisins 2012

Boðað er til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni.

SJÁ VERKEFNI »

Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu

Akurskóli hefur verið ,,Skóli á grænni grein“ síðan haustið 2009 og fékk í dag alþjóðlega viðurkenningu og flaggar nú Grænfána í fyrsta sinn. Viðurkenningin er veitt fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

SJÁ VERKEFNI »

Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána

Nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla veittu Grænfánanum viðtöku í annað sinn 26. janúar s.l. Skólinn hélt upp á það ásamt því að nýr samkomusalur var formlega tekinn í notkun. Salurinn rúmar um 300 manns í sætum og mun verða mikil lyftistöng fyrir skólalífið. Tónninn var sleginn með viðamiklum hátíðarhöldum þar sem kórinn söng, umhverfisnefnd Vatnsendaskóla veitti Grænfánanum móttöku, ný heimasíða vor opnuð og söngleikurinn Hairspray var sýndur.

SJÁ VERKEFNI »

Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200

Á fullveldisdaginn 1. desember s.l. fögnuðum við hjá Landvernd merkum áfanga í sögu verkefnisins Skólar á grænni grein. Við hátíðlega athöfn í Kvennaskólanum í Reykjavík var skrifað undir þriggja ára samstarfssamning Landverndar, umhverfisráðuneytisins og mennta og menningarmálaráðuneytis. Kvennaskólinn í Reykjavík var 200. skólinn til þess að skrá sig til þátttöku í verkefninu og var því við hæfi að fagna áfanganum í húsakynnum skólans.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Á myndinni má sjá umhverfisnefd Hvolsskóla og Jón Stefánsson kennara, landvernd.is

Skólar á grænni yfir 200

Merkur áfangi verður í starfi Landverndar á fullveldisdaginn þann 1. desember þegar undirritaður verður þriggja ára styrktarsamningur milli Landverndar, umhverfisráðuneytis og mennta- og menningarráðuneytis um verkefnið Skólar á grænni grein. Kvennaskólinn í Reykjavík er 200. skólinn til að hefja þátttöku í verkefninu.

SJÁ VERKEFNI »

Slitinn fáni við Andakílskóla- nýr á leiðinni

Skólinn hefur sótt um að fá að halda fánananum næstu tvö ár. Veður og vindar hafa sett mark sitt á gamla fánann sem blakti við skólann þegar skoðunarmenn Landverndar mættu á staðinn 4. maí s.l. Alls verða veittir 8 Grænfánar nú í vor til vitnis um gott umhverfsstarf og umhverfismennt.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Grænfáninn annars staðar en í grunnskólum

Á fundi verkefnisstjóra um Grænfána í Dublin varð mikil umræða um hvort rétt væri að útvíkka verkefnið til annarra en grunnskóla svo sem leikskóla og háskóla. Langflestir voru á því að verkefnið ætti heima í öllum skólum. Einhvers staðar hafði elliheimili spurt hvort það gæti fengið Grænfána.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Sótt um fyrir leikskóla

Leikskólar hafa sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og unnið ákaflega vel á því sviði. Þeir hafa margir leitað eftir því að fá að taka sjálfstæðan þátt í Grænfánaverkefninu. Stýrihópur um Grænfána er nú að skrifa höfuðstöðvum verkefnisins til að leita eftir að svo geti orðið.

SJÁ VERKEFNI »

Alþjóðlegverkefni hér og þar

Fjöldi alþjóðlegra verkefna í skólum er slíkur að ef kennarar vildu gætu þeir líklega stöðugt látið nemendur sína vinna að þeim – og sleppt öllu öðru! Ekki er mælt með því en hitt er að það er ákaflega skemmtilegt að krydda daglegt puð með verkefnum sem vitað er að nemendur og kennarar í öðrum löndum eru líka að bauka við.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum á grænni grein sem ná markmiðum sínum, landvernd.is/graenfaninn

Vorannir Skóla á grænni grein

Nú eru vorannir að hefjast hjá stýrihópi Landverndar um Grænfána. Margir skólar vilja fá að flagga Grænfánanum í vorblænum áður en skólum er lokað að vori og sjá þannig blaktandi viðurkenningu fyrir allt erfiði vetrarins og undanfarinna ára. Í vor eru liðin tvö ár síðan fyrstu skólarnir fengu fána og þeir þurfa því að sækja um aftur nú og sýna fram á að starfinu hefur verið haldið áfram.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Keppni fyrir framhaldsskólanema

Keppni í fréttamennsku árið 2008. Ungir umhverfisfréttamenn yre.global/ er eitt af verkefnum FEE (Foundation for Environmental Education), samtökunum sem einnig halda utan um verkefnið um Grænfána (Eco-Schools).

SJÁ VERKEFNI »

Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar og Snælandsskóla Varðliða umhverfisins. Þetta er þriðja árið í röð sem Varðliðar umhverfisins eru útnefndir. Krakkarnir úr árgangi 1997 í Grunnskóla Siglufjarðar sem voru útnefndir Varðliðar umhverfisins hlutu tilnefninguna fyrir verkefnið Jaðrakan. Nemendurnir fylgdust m.a. með ferðum merktra jaðrakana frá Bretlandseyjum til Íslands og tóku þátt í merkingum fugla hér á landi. Einnig létu nemendurnir sig búsvæði fuglanna varða, s.s. með ályktun um verndun þess.

SJÁ VERKEFNI »