Þú er hér - Category: Verkfærakista

Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is

Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?

Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Á myndinni má sjá umhverfisnefd Hvolsskóla og Jón Stefánsson kennara, landvernd.is

Afhending grænfána

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

SJÁ VERKEFNI »

Líf að vori

Námsefnið Líf að vori fjallar um allt það sem einkennir vorið á norðurslóðum. Efnið er ætlað yngsta stigi grunnskóla. Fjallað er um árstíðaskipti, farfugla og dýr sem ferðast á milli svæða.

SJÁ VERKEFNI »
Jörð í hættu er þemaverkefni sem samþættir náttúrufræði og samfélagsfræði. Verkefnið kom út árið 2015 og var í þróun frá 2013.

Jörð í hættu!?

Jörð í hættu!? er þverfaglegt þemaverkefni sem samþættir náttúrufræði og samfélagsfræði. Verkefnið er nemendamiðað og er lögð áhersla á skapandi skil.

SJÁ VERKEFNI »