UMSAGNIR

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og áætlanagerð sem viðkemur umhverfi og náttúru.

Áskorun til Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar

Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

NÁNAR →
Samgöngur á Íslandi þurfa að vera í sátt við umhverfi og samfélag, landvernd.is

Umhverfismat samgönguáætlunar 2006 – umsögn Landverndar.

Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar.

NÁNAR →

Gjábakkavegsvandinn: bent á hugsanlega lausn

Landvernd og NS hafa lagt til að legu Gjábakka- vegar verði breytt, þannig að leiðin liggi utan vatnasviðs Þingvallavatns. Tillagan gerir ráð fyrir að vestari hluti vegarins liggi sunnar en nú er ráðgert, nærri norðvestur mörkum Lyngdalsheiðar.

NÁNAR →

Háspennulínur Hellisheiði – Straumsvík athugasemdir Landverndar

Landvernd bendir í umsögn sinni til Skipulags- stofnunnar á að það skorti á heildarmynd í allri umfjöllun framkvæmdaaðila.

NÁNAR →
bitra, hverahlíð, Hengill - Ljósmynd, Kjartan Pétur Sigurðsson, góðfúslega tekin að láni frá www.hengill.nu.

Athugasemdir vegna Bitruvirkjunar

Landvernd leggst eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er ekki fyrir hendi en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi.

NÁNAR →

Gjábakkavegsskýrsla Landverndar

Í greinargerð Landverndar er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til. Leiðirnar eru sýndar myndrænt og rýnt er í gagnsemi þeirra, kosti og galla. Forsendur eru krufðar og reynt að koma auga vanfundna þörfina.

NÁNAR →
Teigsskógur þar sem birki skógur vex í fjörunni við sjó, landvernd.is

Vegna samgönguáætlunar

Landvernd hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögu að samgöngu- áætlun. M.a. er fjallað um Gjábakkaveg, Vestfjarðarveg, Dettifossveg og …

NÁNAR →
Lögum um náttúruvernd skal fylgja, Landvernd krefst þess að náttúran fái að njóta vafans og sinna lögvörðu réttinda, landvernd.is

Umsögn um tillögu að náttúruverndaráætlun

Landvernd telur tillögu að náttúruverndaráætlun um margt góða en saknar þess þó að fleiri háhitasvæði skuli ekki hafa ratað í hana. Svæði á borð við Brennisteinsfjöll, Reykjadal og Grændal á Hengilssvæði, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið o.fl.

NÁNAR →

Losun gróðurhúsalofttegunda – umsögn Landverndar

Álframleiðsla á Íslandi er í hnattrænu samhengi óhagstæð með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda.

NÁNAR →

Fjárfestingasamningur við Century ótímabær – umsögn Landverndar

Landvernd telur ótímabært að veita iðnaðarráðherra heimild af þessu tagi þar sem forsendur fyrir byggingu álvers og tengdra framkvæmda liggja ekki fyrir. Umhverfisáhrif tengdra framkvæmda er óþekkt stærð enda hefur mat á umhverfisáhrifum þeirra ekki farið fram.

NÁNAR →
Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Fimm af meginreglum umhverfisréttar lögleiddar á Íslandi

Það er fagnaðarefni að þessar fimm meginreglur virðist nú vera á leið inn í löggjöf á Íslandi en umhverfisréttur hefur staðið höllum fæti, bæði á Íslandi og víða erlendis, þar sem sjálfbær þróun er tiltölulega ný hugsun.

NÁNAR →
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd sendir frá sér umsögn um rannsóknarboranir í Gjástykki

Landvernd hefur gert ítarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki. Samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og telja mikla hættu á að ef af þeim verður, sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

NÁNAR →
Ferðamaður stendur við Lambhagafoss og flúðir í Hverfisfljóti

Hverfisfljót virkjað án umhverfismats?

Landvernd krefst ógildingar á ákvörðun Skipulags- stofnunar og hefur skotið kröfu sinni þess efnis til umhverfisráðherra. Margt bendir til þess að virkjunin, vegagerð og efnistaka henni tengd myndi hafa í för með sér mikla eyðileggingu.

NÁNAR →
Gjástykki, landvernd.is

Heildstæð stefna um nýtingu háhita komi fyrst

Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.

NÁNAR →

Múlavirkjun verði lagfærð

Í erindi Landverndar til bygginganefndar Eyja- og Miklaholtshrepps er þess krafist að Múlavirkjun lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hún skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

NÁNAR →

Yfirlýsing vegna áforma um virkjun Héraðsvatna.

Landvernd hefur varað sveitarstjórn Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Hagkvæmni Villinganesvirkjunar grundvallast á …

NÁNAR →
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Landvernd sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

NÁNAR →
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn Landverndar um auglýsta breytingu á Skipulagi Miðhálendisins

Í tillögu að breytingu á staðfestu svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er gert ráð fyrir byggingu hálendismiðstöðvar við Skálpanes.

NÁNAR →
Ölkelduháls og Hverahlíð eru einstakt útivistarsvæði, landvernd.is

Umsögn Landverndar vegna virkjana á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð

Hengladalirnir og Ölkelduháls hafa hátt útivistargildi en jarðvarmavirkjun á Ölkelduhálsi myndi óhjákvæmilega rýra útivistargildi þessara svæða.

NÁNAR →
Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Alcoa – hagfræðin loksins höfð með

Um langt skeið hafa álfyrirtækin forðast að nefna hagfræðilegu rökin sem liggja til grundvallar því að vothreinsibúnaði sé hafnað. Í kjölfar athugasemda Landverndar við frummatsskýrlsu Alcoa hefur verið bætt úr þessu og í endanlegri matsskýrslu fyrir álver í Reyðarfirði fjalla menn í fyrsta skipti um hagfræðina að baki þess að vothreinsun sé hafnað.

NÁNAR →
Efnistaka í Ingólfsfjalli, Ingólfsfjall, landvernd.is

Tímamótaákvörðun um Ingólfsfjall

Ákvörðun sveitarstjórnar Ölfuss um áframhaldandi efnistöku í Ingólfsfjalli þvert á álit Skipulagsstofnunar er tímamótaákvörðun. Samkvæmt áður gildandi lögum hefði ekki verið hægt að fara gegn niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum með þeim hætti sem hér hefur verið gert.

NÁNAR →
Dettifoss er einn vatnsmesti foss Evrópu, landvernd.is

Dettifossvegur frá sjónarhóli Landverndar

Landvernd hvetur til málefnalegra skoðanaskipta í kjölfar gagnrýni sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á umsögn Landverndar um Dettifossveg og ályktunar Húsavíkurbæjar um sama mál. Samtökin minna á að hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara saman.

NÁNAR →
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Stóriðja, virkjanir og rammaáætlun

Formaður Landverndar hefur sent iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra bréf vegna stóriðjuáforma. Hann vill að ráðherrarnir beiti sér fyrir því að beðið verði með frekari áform um stóriðju þar til vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar er lokið.

NÁNAR →
Teigsskógur er einstakt svæði þar sem náttúrulegur birkiskógur mætir fjöru, landvernd.is

Vegabætur á Barðaströnd og náttúruvernd

Að mati stjórnar Landverndar má bæta vegasamgöngur á Barðaströnd án þess að skaða náttúruverðmæti svæðisins.

NÁNAR →

Árangur á Reykjanesi

Viðleitni Landverndar til að draga úr neikvæðum áhrifum háspennulínu að Reykjanesvirkjun hefur borið árangur. Allir álitsgjafar hafa skilað jákvæðri umsögn um hugmynd Landverndar um lagfæringu á línustæði.

NÁNAR →
Krýsuvík, landvernd.is

Ekkert skipulag í gildi í Krýsuvík

Skipulagsstofnun hefur upplýst að ekkert skipulag sé í gildi á því svæði við Krísuvík sem fyrirhugað er að nýta til kvikmyndatöku. Veita má leyfi til framkvæmda á grundvelli bráðabirgðarákvæða ef Skipulagsstofnun er því meðmælt. Ekki liggur fyrir hvort slík meðmæli hafi verið veitt.

NÁNAR →
Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Þjórsárver – áform um mannvirki lögð til hliðar

Stjórn Landverndar vill að Landsvirkjun leggi til hliðar fyrirliggjandi áform um virkjanir í Þjórsárverum.

NÁNAR →
Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Verdun Þjórsárvera verði forgangsverkefni

Úttekt á náttúruverndargildi Þjórárver gefur tilefni til að ætla að svæðið gæti átt heima á Heimsminjaskrá Unesco.

NÁNAR →
Þingvellir. Þjóðgarðastofnun gæti elft náttúruvernd í landinu, landvernd.is

Stækkun þjóðgarðs fagnað

Stjórn Landverndar fagnar frumvarpi um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og telur mikilvægt að samstarf og samráð verði í hávegum haft við stjórnun hans.

NÁNAR →
Lög um vernd Mývatns og Laxár voru sett árið 1974 í kjölfar mikillar baráttu bænda í Suður-Þingeyjarsýslu gegn áformum um virkjanir í Mývatnssveit sumarið 1970

Lög um verndun Mývatns og Laxár

Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir vegna frumvarps til laga um verndun Mývatns og Laxár. Stjórnin telur að fallast megi á megin atriði frumvarpsins en gerir alvarlegar athugasemdir við fáein atriði. Áður hafði stjórnin sent yfirlýsingu vegna bráðabirgðarákvæði um heimild til hækkunar stíflu í Laxá.

NÁNAR →
Scroll to Top