Tryggjum faglega ákvarðanatöku rammaáætlunar
Rammaáætlun er stjórntæki sem ætlað er að byggja á faglegri ákvarðanatöku. Við búum í einstöku landi og berum ábyrgð á því.
Rammaáætlun er stjórntæki sem ætlað er að byggja á faglegri ákvarðanatöku. Við búum í einstöku landi og berum ábyrgð á því.
Markmið rammaáætlunar er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Vindorka er þar ekki undanskilin.
Það þarf að fara fram á að allir sem virkja í þeim tilgangi að selja orkuna, þurfi að sæta niðurstöðu rammaáætlunar.
Tryggvi Felixson formaður Landverndar segir að eyðilegging náttúru landsins til orkuöflunar sé ekki eini möguleikinn í boði. „Sem betur fer höfum við val.“
Náttúruverndarhreyfingin efnir til Náttúruverndarþings á Nauthóli í Reykjavík laugardaginn 19. mars næstkomandi.
Guðrún Schmidt segir að við megum ekki láta hagkerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Við þurfum að gera róttækar breytinar á hagkerfinu.
Á þriggja ára fresti hittast félagar í Landvernd til að móta stefnu samtakanna næstu ára. Laugardaginn 12. mars blæs Landvernd til slíks fundar.
Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk er nú hafin í 15. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 25. mars 2022.
Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.
Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bann við olíuleit- og vinnslu. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland.
Áformað er að flytja Litla Sandfell úr landi. Því myndi fylgja álag á vegakerfið, mögulegt sandfok í Þorlákshöfn og gífurleg losun.
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Ráðstefnan bar heitið Valdið til unga fólksins í 20 ár, en grænfáninn fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir. Hér má sjá þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.
Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan.
Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.
Afmælisráðstefna 4. febrúar 2022 á vefnum. Rafræn ráðstefna um menntun til sjálfbærni
Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.
Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.
Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.