Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Manneskja við Gljúfribúa

Varðliðar umhverfisins 2022

Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk er nú hafin í 15. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 25. mars 2022.

SJÁ VERKEFNI »
20 ára afmæli grænfánans

Erindi frá afmælisráðstefnu grænfánans

Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Ráðstefnan bar heitið Valdið til unga fólksins í 20 ár, en grænfáninn fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir. Hér má sjá þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni

SJÁ VERKEFNI »
Skraut á grindverki Klettaskóli

Verkefnakista Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.

SJÁ VERKEFNI »
Sigrún Helgadóttir á ráðstefnu Skóla á grænni grein

Heiðursverðlaun Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.

SJÁ VERKEFNI »
rebbi-ráðstefna

Upptaka af ráðstefnu Skóla á grænni grein 2022

Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan.
Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.

SJÁ VERKEFNI »
loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Við styðjum breytingar á lögum um loftslagsmál – umsögn

Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.

SJÁ VERKEFNI »

Alvarlegt brot á Árósasamningnum ef af verður – umsögn

Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.

SJÁ VERKEFNI »

Færsla á hringvegi um Mýrdal – umsögn

Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.

SJÁ VERKEFNI »