Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Manneskja við Gljúfribúa

Varðliðar umhverfisins 2022

Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk er nú hafin í 15. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 25. mars 2022.

SJÁ VERKEFNI »
20 ára afmæli grænfánans

Erindi frá afmælisráðstefnu grænfánans

Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Ráðstefnan bar heitið Valdið til unga fólksins í 20 ár, en grænfáninn fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir. Hér má sjá þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni

SJÁ VERKEFNI »
Skraut á grindverki Klettaskóli

Verkefnakista Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.

SJÁ VERKEFNI »
Sigrún Helgadóttir á ráðstefnu Skóla á grænni grein

Heiðursverðlaun Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.

SJÁ VERKEFNI »