Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Grípa þarf til aðgerða tafarlaust. Loftslagsbreytingar ógna lífi manna á jörðinni og þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á þeim, landvernd.is

Umgjörð loftslagsmála á Íslandi veik

Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.

SJÁ VERKEFNI »
Einnota plast er tímaskekkja, hreinsum plast úr náttúrunni. Hér má sjá mynd frá Norræna strandhreinsunardeginum 2017 á Snæfellsnesi, landvernd.is

Dregið úr plastmengun með lagasetningu

Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.

SJÁ VERKEFNI »
Drangaskörð á Ströndum, landvernd.is

Arfleifð Árneshrepps

Strandafjöllin, dulúðleg og ægifögur, umvefja lítið samfélag við ysta haf, Árneshrepp á Ströndum. Rakel Valgeirsdóttir og Valgeir Benediktsson skrifa um arleifð Árneshrepps.

SJÁ VERKEFNI »
Á myndinni má sjá ármót Rjúkanda og Hvalár á Drangajökulsvíðernum. Þarna hyggst Vesturverk byggja vinnubúðir sínar, landvernd.is

Fjögur náttúruverndarsamtök ítreka stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar

Fjögur náttúruverndarsamtök hafa sent inn stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kærðu framkvæmdaleyfi fyrsta hluta Hvalárvirkjunar í fyrr og gerðu um leið kröfu um stöðvun framkvæmda. Úrskurðanefndin hefur enn ekki úrskurðað í málinu, framkvæmdir eru yfirvofandi og því senda samtökin aftur inn kröfu um stöðvun.

SJÁ VERKEFNI »
Bréf til ráðherra um ákvörðun ESA vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum um umhverfismat, landvernd.is

Bréf til ráðherra um ákvörðun ESA vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum um umhverfismat

Landvernd hvetur íslensk stjórnvöld til að una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum og leggja fyrir Alþingi tillögu um að fella tafarlaust úr gildi þau lög sem stangast á við reglurnar. Jafnframt telur Landvernd ákvörðun ESA sýna skýrt gildi þess að virða ákvæði Árósamningsins um aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku.

SJÁ VERKEFNI »
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur sýnt hversu jákvæð áhrif friðlýsingar og þjóðgarðar hafa á samfélög og atvinnulíf, landvernd.is

Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.

SJÁ VERKEFNI »