Ungt umhverfisfréttafólk – Verðlaunaafhending 2020
Hver vinnur keppnina í ár? Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið þann 6. maí og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.
Hver vinnur keppnina í ár? Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið þann 6. maí og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.
Landvernd hvetur íslensk stjórnvöld til að una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum og leggja fyrir Alþingi tillögu um að fella tafarlaust úr gildi þau lög sem stangast á við reglurnar. Jafnframt telur Landvernd ákvörðun ESA sýna skýrt gildi þess að virða ákvæði Árósamningsins um aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku.
Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Geysissvæðisins sem náttúruvætti og telur það mikið heillaskref.
Stjórn Landverndar bendir á sjálfbærar aðgerðir til þess að reisa við efnahaginn eftir COVID faraldurinn sem hafa langtímamarkmið um náttúruvernd og verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda að leiðarljósi.
Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.
Fögnum Degi jarðar með ljúffengri máltíð sem er í senn holl og umhverfisvæn.
Landvernd fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu og voru áskoranir margar. Ársrit Landverndar er lagt fram á aðalfundi samtakanna sem skýrsla stjórnar.
Eftirlitsstofnun EFTA segir að beitt hafi verið ólögmætum ákvæðum í íslenskum lögum og reglugerð er tvö fiskeldisfyrirtæki fengu að starfa þrátt fyrir að úrskurðarnefnd hefði sagt starfsemina í bága við lög.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Landverndar fagnar nú 90 ára afmæli, Landvernd sendir henni heillaóskir og þakkir fyrir stuðning á liðnum áratugum. Samtökin koma til með að gróðursetja 90 bjarkir í Vigdísarrjóðri í Alviðru þegar frost fer úr jörðu.
Álframleiðsla dregst saman alls staðar í heiminum nema á Íslandi og í Kína. Hvað segir það okkur?
Álverð hefur hrunið á heimsvísu – lækkunin frá 2007 er 39%. Með því að selja álverum ódýra orku stuðlum við að offramboði, lágu álverði og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda.
Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Amma, afi, ég og barnabarnið mitt er valdeflandi verkefni sem setur stöðu mála í dag í samhengi við fortíð og framtíð.
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.
Málþing um náttúruvernd á miðhálendinu, áherslur og sjónarmið varðandi Hálendisþjóðgarð.
Hér eru tíu ráð fyrir einhleypa sokka sem finnast á hverju heimili. #þjóðráðLandverndar
Lærðu um lífbreytileika í bangsagöngunni. Landvernd og Skólar á grænni grein senda fjölskyldum og skólum skemmtileg verkefni í bangsagönguna.
Stjórn Landverndar telur að framkvæmdir í Teigsskógi brjóti gegn lögum um náttúruvernd og skipulagsmál.
Við megum ekki hætta að huga að heilbrigði hafsins þó að við séum meira heima við eða komin með þrifaæði. Allt tengist þetta. Um helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá plöntusvifi í hafinu. Það er því mikilvægt að minnka mengun sem rennur til sjávar.
Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.
Stjórn Landverndar styður stofnun starfshóps sem skoða á möguleika á fjárfestingabanni í jarðefnaeldsneytisvinnslu. Landvernd bendir jafnframt á tillögur hinna ýmsu hópa Landverndar sem fram hafa komið sl. ár um skref og hugmyndir til þess að ná samdrætti í losun.
Landvernd styður heilshugar tillögu um friðlýsingu Goðafoss en telur rétt að nýta tækifærið og friðlýsa Skjálfandafljót allt.