Athugasemdir við drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi
Landvernd hefur sent inn umsögn við drög Umhverfisstofnunar að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.
Landvernd hefur sent inn umsögn við drög Umhverfisstofnunar að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.
Á sjómannadaginn, 2. júní síðastliðinn, var fyrsta Bláfána þessa árs flaggað og var það á Borgarfirði eystri. Borgarfjörður eystri hefur flaggað Bláfánanum frá upphafi verkefnisins hér á landi.
Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að hafna virkjunum í Skjálfandafljóti.
Landvernd mun í dag afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum.
Bill McKibben stofnandi 350.org flutti fyrirlestur um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í Háskólabíói 5. maí sl. í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.
Landvernd hefur óskað skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á því að ráðuneytið mat það svo að samtökin ættu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta vegna ítölumats á Almenningum í Rangárþingi eystra.
Um 5.000 manns tóku þátt í grænni göngu náttúruverndarhreyfingarinnar 1. maí. Gangan endaði á því að 1.000 grænum fánum var stungið niður á Austurvelli við Alþingi.
Nokkur náttúruverndarsamtök bjóða til gönguferðar um Krýsuvíkursvæðið fimmtudaginn 9. maí. Ferðin er farin undir heitinu Verjum Krýsuvík!
Landvernd efnir til tveggja málþinga um sjálfbæra ferðamennsku á háhitasvæðum, annarsvegar í Reykjavík 7. maí kl. 13-17 og hinsvegar í Mývatnssveit 10. maí kl. 14-17
Bill McKibben hitti fulltrúa þingflokka á hádegisfundi í dag. Hann sagði að nú væri mikilvægt að einhver þjóð bryti ísinn og tilkynnti að olía, gas eða kol yrðu ekki unnin úr jörðu þótt möguleikinn á því væri fyrir hendi. Slík yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
Landvernd, Norræna húsið og námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði HÍ bjóða rithöfundinum og umhverfissinnanum Bill McKibben til landsins. Hann heldur opinn fyrirlestur 5. maí.
Um 5.000 manns tók þátt í grænni göngu náttúruverndarhreyfingarinnar í gær 1. maí. Gangan endaði á því að 1.000 grænum fánum var stungið niður á Austurvelli við Alþingi.
Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna.
Um 75 manns sóttu aðalfund Landverndar 2013 sem haldinn var í Nauthóli í Reykjavík 13. apríl síðastliðinn.
Aðalfundur Landverndar ályktaði að hætta ætti við Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit.
Aðalfundur Landverndar ályktaði um nauðsynleg viðbrögð við auknum ferðamannastraumi til Íslands og áhrifum þess á náttúru landsins.
Aðalfundur Landverndar ályktaði um menntun til sjálfbærni í skólum landsins og styrkingu grænfánaverkefnis samtakanna.
Aðalfundur Landverndar ályktaði um stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan auðlindaarð af olíuvinnslu Íslendinga.
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun.
Aðalfundur Landverndar haldinn 13. apríl 2013 sendi frá sér ályktun um nýsamþykkt náttúruverndarlög og hvatti til þess að ein stofnun yrði sett á laggirnar sem hefði með málefni allra verndaðra svæða að gera.