Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Fjölmenni á Náttúruverndarþingi 2012

Um 150 manns sóttu Náttúruverndarþing í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Guðmundi Páli Ólafssyni var veitt viðurkenningin Náttúruverndarinn, fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar frá þinginu. Meginályktunin fer hér á eftir

SJÁ VERKEFNI »

Varðliðar umhverfisins 2012

Á Degi umhverfisins útnefndi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, Varðliða umhverfisins við hátíðlega athöfn. Nemendur Foldaskóla í Grafarvogi og nemendur í 7. og 8. bekk Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins árið 2012.

SJÁ VERKEFNI »

Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði

Það var glatt á hjalla í morgun þegar Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Grænfánann. Hann er aðþjóðleg viðurkenning fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins.

SJÁ VERKEFNI »
Loftslagsmál snerta alla á jörðinni, vinnum saman að bættu loftslagi, landvernd.is

Lagafrumvarp um lækkað eldsneytisverð

Það er mikilvægara að líta til langs tíma og búa í haginn fyrir sjálfbærari samgöngur á Íslandi og nýta þann hvata sem felst í háu eldsneytisverði til þess að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta, bæði hvað varðar almenningssamgöngur, flutninga og einkabifreiðar.

SJÁ VERKEFNI »

Gönguhópur Landverndar stofnaður

Stofnaður hefur verið gönguhópur Landverndar. Þetta er liður í að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólkssem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir.

SJÁ VERKEFNI »

Tíu ára afmæli Bláfánans á Íslandi

Í ár eru tíu ár liðin frá því að Landvernd innleiddi Bláfánaverkefnið á Íslandi. Verkefnið felst í því að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti og þjónustu sem stuðlar að verndun umhverfisins við sjóinn.

SJÁ VERKEFNI »