FRÉTTIR AF STARFI OG VERKEFNUM
Rjúpan fái frið
Stjórn Landverndar telur að það hafi verið óhjákvæmilegt fyrir umhverfisráðherra að grípa til þessa úrræðis að friða rjúpuna fyrir veiðum. Ráðherra hefur haft varúðarregluna að leiðaljósi við þessa ákvörðun.
Það hefði þó verið æskilegt að ákvörðun hefði legið fyrir með meiri fyrirvara.
REACH – hvað er nú það?
Notkun kemískra efna hefur margfaldast undanfarna áratugi. En við vitum ekki á hvaða verði þau eru keypt vegna neikvæðra umhverfisáhrifa og verri heilsu?
Bandaríkjamenn bæti ráð sitt á Heiðarfjalli
Norræn umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa skrifað sameiginlegt bréf til utanríkisráðherra Bandaríkjanna og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Í bréfinu er viðskilnaði Bandaríkjamanna á Heiðarfjalli á Langanesi lýst sem algjörlega óviðunandi og bandarísk stjórnvöld eru hvött til að bæta ráð sitt.
Rammaáætlun verði mótandi um val á virkjunarstöðum
Stjórn Landverndar fagnar skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í skýrslunni kemur í fyrsta sinn fram samanburður á mörgum virkjunarhugmyndum þar sem bæði er litið til arðsemi og áhrifa á umhverfið. Stjórnin vonar að þessi skýrsla efli upplýsta umræðu um virkjanir og náttúruvernd og verði til þess að betri sátt náist um val á virkjunarkostum.
Rammáætlun – skýrslan kemur út 27. nóvember
Skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunar verður kynnt í dag, fimmtudag 27. nóvember.
Sigrún Ósk og Þóra góðar í vistakstri
Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk og Þóra sýndur mikla yfirburði í vistaksturskeppni Landverndar og Toyota sem haldin var 15. nóvember. Keppnin sannaði enn einu sinni að það er til mikils að vinna að stunda vistakstur.
Landvernd hvetur til vistaksturs
Keppni í vistakstri, þar sem fyrrum umhverfisráðherrar og fjölmiðlafólk eru meðal þátttakenda, fer fram í Reykjavík laugardaginn 15. nóvember sem hluti af sérstökum Landverndardegi. Þennan sama dag verða einnig sjálfboðaliðar á vegum Landverndar á ferðinni í Nauthólsvík, á Olísstöðvum og í verslunarmiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi samtakanna og bjóða fólki að gerast félagar í samtökunum.
Gallupkönnun sýnir sterka stöðu Landverndar
Nýleg Gallupkönnun sýnir sterka stöðu Landverndar í samfélaginu. Tæplega 43% svarenda sögðust hafa mikinn áhuga á umhverfis- og náttúruvernd og rúmlega 42% hafa nokkurn áhuga. Um 80% svarenda telja mikla þörf fyrir samtök eins og Landvernd og tæplega 74% svarenda voru mjög jákvæð (30%) eða frekar jákvæð (43,7%) gagnvart Landvernd. Hnattræn umhverfisvandamál eru ofarlega í huga Íslendinga.
Landverndardagur næsta laugardag
Niðurstöður viðhorfskönnunar sem Landvernd lét gera benda til þess að hinn samfélagslegi jarðvegur fyrir samtök á borð við Landvernd sé frjór, en jafnframt að mikilvægt sé að kynna samtökin betur og gera þau sýnilegri. Stjórn samtakanna hefur því ákveðið að blása til sóknar og halda hátíðlegan sérstakan Landverndardag, laugardaginn 15. nóvember n.k. Kastljósinu verður beint að loftslagsbreytingum og einkabílnum. Toyota leggur Landvernd lið í þessu átaki.
Laxeldið og áhrif þess á lífríkið
Landvernd boðar til málstofu þriðjudag 11. nóvember kl. 16.30 í Norræna húsinu í Reykjavík til að fjalla um laxeldi í sjókvíum og möguleg áhrif þess á íslenskt lífríki“. Jafnframt á að varpa ljósi á þá samfélagslegu hagsmuni sem tengjast laxeldi og veiðum í ám.
Krían – 3ja. tölublað 2003
Landvernd og Fuglaverndarfélag Íslands gefa út Kríuna. Nýtt tölublað er nú komið út og drefing á því er hafin. Krían er send öllum félögum í Landvernd, Fuglaverndarfélaginu og þátttakendum í Vistvernd í verki.
Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað
Stjórn Landverndar fagnar framkomum drögum að tillögu að náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2004-2008. Áætlunin er metnaðarfull og byggir á vísindalegum grunni. Nái þessi áætlun fram að ganga og komist hún til framkvæmda mun hún styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum
Formaður og framkvæmdastjóri Landverndar sóttur árlegan fund norrænna náttúru- og umhverfisverndarsamtaka sem haldinn var í Finnlandi dagana 15. -17. ágúst. Á fundinum var m.a. fjallað um fuglaveiðar í Grænlandi.
Landvernd afhendir ylströndinni við Nauthólsvík Bláfánann
Þann 7. júní 2003 afhenti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar borgarstjóranum í Reykjavík, Þórólfi Árnasyni Bláfánann, sem þau síðan drógu í fyrsta sinn að húni við ylströndina í Nauthóslvík í Reykjavík.
Hvað er ósnortin náttúra?
Hádegisfyrirlestur í Norrænahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní um spurninguna hvað sé ósnortin náttúra.
17. júní er alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn
Landhnignun og eyðimerkurmyndun er einhver alvarlegasti umhverfisvandi heimsins. Þessi vandi fer vaxandi, bæði vegna þess land og gróður er ekki nýttur með sjálfbærum hætti, en einnig vegna loftslagsbreytinga. Til að efla samstöðuna í baráttunni gegn þessari vá hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað 17. júní ár hvert verndun jarðvegs.
Landvernd afhendir Bláa lóninu Bláfánann
Fimmtudaginn 5. júní 2003 var stjórnendum og starfsfólki afhentur Bláfáninn við virðulega athöfn við Bláa lónið.
Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána
Þykkvabæjarskóli varð sjöundi skólinn á Íslandi til að hljóta Grænfánann og á morgun, miðvikudag 4. júní, er röðin komin að Lindaskóla í Kópavogi.