Þú er hér - Category: Umsagnir

Stóriðja í Helguvík er tímaskekkja, Arion banki og Stakksberg eiga að falla frá hugmyndum um að endurræsa kísilverksmiðjuna, landvernd.is

Látum söguna ekki endurtaka sig

Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.

SJÁ VERKEFNI »
Grípa þarf til aðgerða tafarlaust. Loftslagsbreytingar ógna lífi manna á jörðinni og þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á þeim, landvernd.is

Umgjörð loftslagsmála á Íslandi veik

Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.

SJÁ VERKEFNI »
Einnota plast er tímaskekkja, hreinsum plast úr náttúrunni. Hér má sjá mynd frá Norræna strandhreinsunardeginum 2017 á Snæfellsnesi, landvernd.is

Dregið úr plastmengun með lagasetningu

Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.

SJÁ VERKEFNI »
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur sýnt hversu jákvæð áhrif friðlýsingar og þjóðgarðar hafa á samfélög og atvinnulíf, landvernd.is

Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.

SJÁ VERKEFNI »
Tryggja þarf afhendingaröryggi rafmagns til almennra notenda með jarðstrengjum, landvernd.is

Tryggja þarf afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun með jarðstrengjum

Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.

SJÁ VERKEFNI »