Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Tungufljót

Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda

Brúarvirkjun: Samtökin telja að málsmeðferð Bláskógabyggðar við veitingu nýs framkvæmdaleyfis sé andstæð lögum og að á henni séu bæði form- og efnisannmarkar sem eigi að leiða til ógildingar. Krafa samtakanna um stöðvun framkvæmda byggir m.a. á frétt í Morgunblaðinu frá í gær (26. mars 2018) um að byrjað verði að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað í þessari viku og að strax eftir páska muni starfsmenn Ístaks hefjast handa um framkvæmdir.

SJÁ VERKEFNI »

Neikvæð umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar – Fréttatilkynning

Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.

SJÁ VERKEFNI »

Ný heimildamynd um Jane Goodall, verndara vistheimtarverkefnis Landverndar

Helgina 10. – 11. febrúar n.k. gefst einstakt tækifæri að sjá nýja heimildamynd um ævi og störf Jane Goodall. Hópurinn sem flutti Jane inn til landsins stendur að þessum sýningum ásamt Bíó Paradís. Myndin fjallar um líf og störf Jane Goodall og rannsóknir hennar á simpönsum og þar kemur fram áður óséð efni og viðtöl sem eiga eftir að snerta við Jane Goodall aðdáendum svo um munar!

SJÁ VERKEFNI »
Forsíða Metsco skýrsla Landverndar um jarðstrengi og hápennulínur - high voltage cables á Vestfjörðum.

Metsco skýrsla – Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum

Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi.

SJÁ VERKEFNI »
Skortur á upplýsingum um matarsóun, landvernd.is

Skortur á upplýsingum um matarsóun

Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda.

SJÁ VERKEFNI »

Fréttatilkynning: Eðli almenningssamtaka

Stjórn Landverndar harmar að málsmetandi blaðamenn RÚV hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.

SJÁ VERKEFNI »

Parísarsamkomulagið

Parísarsamkomulagið veitir von um að samhent átak þjóða heims megi sporna gegn þessari þróun. Landvernd vill að þjóðir heims haldi hlýnun jarðar innan við 1,5°C miðað við iðnbyltingu og telur að Ísland verði að stefna að kolefnishlutleysi hið allra fyrsta. 

SJÁ VERKEFNI »