Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Við öll, náttúran og loftslagið

Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks.

SJÁ VERKEFNI »

Sundabraut og sundin blá – matsáætlun

Landvernd gerir kröfu um að heildstæðar rannsóknir fari fram á lífríki öllu á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Sundabrautar og þá ekki síst fuglalífi eins og það hefur þróast á svæðinu til dagsins í dag. Verði verkefnið tekið lengra er mikilvægt að jarðgöng verði áfram valkostur og að áhrif þeirra á umhverfið verði rannsökuð til jafns við aðra möguleika.

SJÁ VERKEFNI »

Ný lína um Holtavörðuheiði

Fyrirhugað er að reisa nýja Holtavörðuheiðarlínu um Grjótháls milli Norðurárdals og Þverárhlíðar, þar sem land er ósnortið og einstakri náttúru með silungavatnafesti yrði fórnað. Augljós staður fyrir nýja línu er í núverandi línustæði.

SJÁ VERKEFNI »

Lífið á hálendinu

Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær þurfa ekki aðeins að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða framtíðarinnar.

SJÁ VERKEFNI »

Hálendinu fagnað

Þótt enn sé hálendi Íslands stórt og hlutar þess ósnortnir sjá sífellt fleiri fjársterkir athafnamenn og stjórnvöld viðskiptatækifæri í þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar.

SJÁ VERKEFNI »

Með hálendið í hjartanu

Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar skrifar um hálendi Íslands og hvers virði það er henni.

Landvernd heldur Hálendishátíð 11. október – tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands. Miðar eru seldir á tix.is

SJÁ VERKEFNI »

Ráðstöfun auðlinda þjóðarinnar

Skýrslan „Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur” er afrakstur vinnu starfshópa sem matvælaráðuneytið skipaði til að fjalla um sjávarauðlind okkar Íslendinga. Landvernd sendi matvælaráðuneytinu umsögn um skýrsluna.

SJÁ VERKEFNI »

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

SJÁ VERKEFNI »

Samgönguáætlun

Landvernd telur að algjör viðsnúningur þurfi að verða á samgönguáætlun – þar sem hagsmunir umhverfis, lýðheilsu og framtíðarkynslóða verða í forgrunni.

SJÁ VERKEFNI »

Haustverkin

Meintur yfirvofandi orkuskortur til heimila landsins stafar ekki af neinu öðru en því að orkan hefur verið seld annað.

SJÁ VERKEFNI »