Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Vindorka – árás á náttúru Íslands

Ráðist er að íslenskri náttúru, okkar verðmætustu auðlind, með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, segir Andrés Skúlason.

Atgangur orkugeirans sé alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum.

SJÁ VERKEFNI »
Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

SJÁ VERKEFNI »

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

SJÁ VERKEFNI »
Uxatindar - ein af dásemdum hálendisins.

Öræfaástin og eignarhaldið

Náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu.

Hálendi Íslands þarf nauð­syn­lega kom­ast sem fyrst inn í hálend­is­þjóð­garð. Það er land sem okkur ber skylda til að varð­veita sem síð­ustu stóru, sam­felldu og óskemmdu víð­erni Evr­ópu. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar.

SJÁ VERKEFNI »