Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Skraut á grindverki Klettaskóli

Verkefnakista Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.

SJÁ VERKEFNI »
Sigrún Helgadóttir á ráðstefnu Skóla á grænni grein

Heiðursverðlaun Skóla á grænni grein

Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.

SJÁ VERKEFNI »
rebbi-ráðstefna

Upptaka af ráðstefnu Skóla á grænni grein 2022

Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan.
Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.

SJÁ VERKEFNI »
loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Við styðjum breytingar á lögum um loftslagsmál – umsögn

Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.

SJÁ VERKEFNI »

Alvarlegt brot á Árósasamningnum ef af verður – umsögn

Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.

SJÁ VERKEFNI »

Færsla á hringvegi um Mýrdal – umsögn

Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.

SJÁ VERKEFNI »
Alþingi braut reglur EES samningsins. Landvernd.is

Fréttatilkynning: ESA segir íslenska ríkið og ráðherra brotlega

Í október 2018 breytti íslenska ríkið lögum um fiskeldi – en það tókst ekki betur en svo að breytingin brýtur í bága við átta greinar í reglum EES um mat á umhverfisáhrifum. Þessi ólög voru síðan notuð til að veita fiskeldisfyrirtækjum starfsleyfi án umhverfismats.
Landvernd kvartaði vegna málsins til ESA sem tók undir sjónarmið Landverndar. Þrátt fyrir bráðabirgðaúrskurð ESA voru starfsleyfi viðkomandi fiskeldisfyrirtækja ekki afturkölluð, sem geir málið allt mun verra.

SJÁ VERKEFNI »

Stórfelld uppbygging vindorkuvera í Dalabyggð ekki til heilla

Markmið risavaxinna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum við Breiðafjörð byggja á hæpnum forsendum þar sem landi og gríðarlega dýrmætu lífríki er ógnað ásamt því sem að fyrir liggur að mjög stór hluti samfélagsins, ekki síst nærsamfélagið, er mjög mótfallið þessum umdeildu áformum og inngripi í umhverfi, lífríki og samfélag Dalabyggðar.

SJÁ VERKEFNI »

Orkuvinnsla í Skaftárhreppi í mótsögn við yfirlýst markmið

Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins.
Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.

SJÁ VERKEFNI »
Dyrhólaey

Gleðilega hátíð

Jólakveðja frá starfsfólki Landverndar. Við óskum Landverndurum og landsmönnum alls góðs um hátíðarnar og farsældar á nýju ári. Um leið viljum við þakka fyrir ómetanlegan

SJÁ VERKEFNI »