Upptaka af ráðstefnu Skóla á grænni grein 2022
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan.
Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.