Stórfelld uppbygging vindorkuvera í Dalabyggð ekki til heilla
Markmið risavaxinna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum við Breiðafjörð byggja á hæpnum forsendum þar sem landi og gríðarlega dýrmætu lífríki er ógnað ásamt því sem að fyrir liggur að mjög stór hluti samfélagsins, ekki síst nærsamfélagið, er mjög mótfallið þessum umdeildu áformum og inngripi í umhverfi, lífríki og samfélag Dalabyggðar.