
Við þurfum að gera róttækar breytingar á hagkerfinu
Guðrún Schmidt segir að við megum ekki láta hagkerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Við þurfum að gera róttækar breytinar á hagkerfinu.
Guðrún Schmidt segir að við megum ekki láta hagkerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Við þurfum að gera róttækar breytinar á hagkerfinu.
Á þriggja ára fresti hittast félagar í Landvernd til að móta stefnu samtakanna næstu ára. Laugardaginn 12. mars blæs Landvernd til slíks fundar.
Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk er nú hafin í 15. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 25. mars 2022.
Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.
Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bann við olíuleit- og vinnslu. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland.
Áformað er að flytja Litla Sandfell úr landi. Því myndi fylgja álag á vegakerfið, mögulegt sandfok í Þorlákshöfn og gífurleg losun.
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Ráðstefnan bar heitið Valdið til unga fólksins í 20 ár, en grænfáninn fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir. Hér má sjá þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.
Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg hér að neðan.
Á ráðstefnunni var lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál. Meðal annars eru frásagnir frá skólum, einstaklingum og kennurum af upplifun sinni af grænfána starfinu.
Afmælisráðstefna 4. febrúar 2022 á vefnum. Rafræn ráðstefna um menntun til sjálfbærni
Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.
Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.
Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.
Náttúrleg svæði inni í þéttri byggð eru íbúunum nauðsyn. Stjórn Landverndar telur heppilegast að ráðist verði í uppbyggingu íbúðabyggðar á svæðinu án landfyllingar og hvetur Reykjavíkurborg til þess að endurskoða hugmyndir sínar um landfyllingu og ígrunda vel.
Í október 2018 breytti íslenska ríkið lögum um fiskeldi – en það tókst ekki betur en svo að breytingin brýtur í bága við átta greinar í reglum EES um mat á umhverfisáhrifum. Þessi ólög voru síðan notuð til að veita fiskeldisfyrirtækjum starfsleyfi án umhverfismats.
Landvernd kvartaði vegna málsins til ESA sem tók undir sjónarmið Landverndar. Þrátt fyrir bráðabirgðaúrskurð ESA voru starfsleyfi viðkomandi fiskeldisfyrirtækja ekki afturkölluð, sem geir málið allt mun verra.
Markmið risavaxinna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum við Breiðafjörð byggja á hæpnum forsendum þar sem landi og gríðarlega dýrmætu lífríki er ógnað ásamt því sem að fyrir liggur að mjög stór hluti samfélagsins, ekki síst nærsamfélagið, er mjög mótfallið þessum umdeildu áformum og inngripi í umhverfi, lífríki og samfélag Dalabyggðar.
Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus, er fallinn frá. Hann var bæði öflugur fræðimaður og baráttumaður í náttúruvernd.
Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og styður hana heilshugar. Í framhaldinu viljum við gjarnan sjá kortlagningu hraunhella á Íslandi þar sem verndargildi og þörf á friðlýsingu þeirra er metin.