Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Bláfáninn afhentur Ylströndinni

Bláfáninn var dreginn að húni á Ylströndinni í Nauthólsvík í níunda sinn í síðustu viku. Sú nýbreytni verður í ár að Ylströndin flaggar allt árið en ekki bara yfir sumartímann. Ylströndin heldur úti sérlega veglegri fræðsludagskrá í samvinnu við fræðslusvið Reykjavíkurborgar.

SJÁ VERKEFNI »

Umsókn Landsnets mótmælt

Landvernd mótmælir harðlega umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 meðan kærumál vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar standa yfir og eignarnámsmál eru óútkljáð. Landvernd hvetur sveitarfélögin til að fresta afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kærumála liggur fyrir.

SJÁ VERKEFNI »
Handtaka í Gálgahrauni, landvernd.is

Náttúruverndarþing 2014

Náttúrverndarhreyfingin boðar til Náttúruverndarþings í fundarsal Ferðafélags Íslands laugardaginn 10. maí kl. 10:00-18:00. Fjallað verður um nokkur verkefni náttúruverndarsamtaka, umhverfisverndarsamtök ungs fólks og aðgerðarhyggju og framkomu lögreglu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

SJÁ VERKEFNI »

Gálgahraun: Samstaða um hraunið

21. október 2013. Þá hófu vinnuvélar framkvæmdir í Gálgahrauni og fjöldi náttúruverndarsinna var kallaður á staðinn. Friðsamleg mótmæli voru þó að engu höfð, fjöldi fólks var handtekinn og færður til yfirheyrslu, og sumir beittir óþarfa harðræði við handtökur. Níu mótmælendur hafa verið ákærðir og eru mál þeirra nú fyrir dómstólum.

SJÁ VERKEFNI »

Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir á hálendinu

Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »