Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Náttúruverndarþing 2023

Náttúruverndarþing er vettvangur allra sem hafa áhuga á náttúruvernd til að koma saman og ræða stóru málin, fagna sigrum og blása hvert öðru baráttuanda í brjóst. Þingið er öllum opið. Náttúruverndarþing 2023 verður haldið í Árnesi.

SJÁ VERKEFNI »

Sjálfbærni krefst þess að hugsa út fyrir kassann

Orðið sjálfbærni er í tísku og eftirsóknarvert því það merkir eitthvað framsækið og gott. En það er mjög oft notað á rangan hátt, m.a. í auglýsingum. Og oft er ruglað saman orðunum sjálfbærni og sjálfsþurftarbúskapur eða í meiningunni „að geta sjálfur útvegað sér eitthvað“.

SJÁ VERKEFNI »

Viðskiptaráð á villigötum

Viðskiptaráð heldur á lofti mikilvægi einkaframtaks í orkumálum og að losa fyrirtækin undan oki skriffinnsku til að flýta fyrir orkuframkvæmdum. Það er hættuspil að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum.

SJÁ VERKEFNI »

Frekara sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað

Stjórn Landverndar hvetur Alþingi og ráðherra til að bregðast við ábendingum Ríkisendurskoðunar og banna frekari vöxt á fiskeldi í sjókvíum þar til endurbótum á lögum og reglum er lokið og gerð hefur verið ítarleg úttekt á áhrifum þessarar starfsemi á lífríkið við strendur landsins. Ef niðurstaða rannsókna staðfestir víðtæk neikvæð umhverfisáhrif er sjálfgefið að fyrirliggjandi starfsleyfi verði ekki endurnýjuð þegar að því kemur.

SJÁ VERKEFNI »