UMSAGNIR
Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og áætlanagerð sem viðkemur umhverfi og náttúru.
Við fögnum reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.
Gerum náttúru Reykjanesskaga hærra undir höfði – Umsögn
Landvernd hvetur sveitafélögin á Suðurnesjum til þess að setja einstaka náttúru Reykjanesskaga í fyrsta sæti.
Veik staða náttúruverndar er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda
Eins og staðan er núna er enginn sem getur séð til þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands.
Íslensk stjórnvöld útiloka umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómstóla.
Tímabært að gera grundvallar breytingu á starfsleyfum álvera – umsögn
Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík. Tímabært er að gera breytingar á starfsleyfum álvera.
Umsögn: Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum
Umsögn: Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi
Úrgangsmál hafa verið í ólestri á Íslandi og mikið verk sem þarf að vinna til þess að koma á raunverulegu hringrásarhagkerfi.
Umsögn: Lög um mat á umhverfisáhrifum
Ramminn um stórar framkvæmdir sem hafa mikil og óafturkræf áhrif á umhverfið þarf að vera skýr. Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er löngu tímabær sem og rétt innleiðing EES reglna.
Mikilvægt að tryggja aðkomu almennings að umhverfismálum í stjórnarskránni – umsögn
Tilvistarréttur náttúrunnar ætti að vera skýr í stjórnarskránni. Einnig er mikilvægt að almenningur hafi rétt til að gæta náttúrunnar.
Umsögn: Vindorkuver þurfa að fara í gegnum rammaáætlun
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Framtaksleysi Alþingis skaðar rammaáætlun. Umsögn um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Rammaáætlun er faglegt ferli til þess að fjalla um vernd og orkunýtingu. Að bíða í 5 ár með afgreiðslu áætlunarinnar skaðar hana og Alþingi verður að bæta úr því.
Vernd og velferð villtra dýra
Með nýjum lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum kæmist á góður rammi um málefnið. Þó vantar upp á að stjórnunar- og verndaráætlanir gildi fyrir öll spendýr og alveg um veiðar og aðrar nytjar.
Náttúru- og umhverfisvernd er almannaheillamál
Náttúru- og umhverfisvernd eru með stærstu og mest áríðandi almannaheillamálum nútímans. Alþingi má ekki samþykkja óbreytt frumvarp þar sem þau samtök eru undanskilin ívilninum fyrir almannaheillafélög.
Þessu þarf að breyta í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð
Landvernd hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Þessu þarf að breyta. Myndband.
Umsögn: Kolefnishlutleysi lögfest
Lögfesting markmiða um samdrátt í losun sýnir að stjórnvöldum er alvara í aðgerðum gegn hamfarahlýnun
Umsögn: Frumvarp um Hálendisþjóðgarð
Stjórn Landverndar styður frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð en telur að nauðsynlegt sé að gera á því breytingar.
Óþörf vegagerð – jarðgöng í gegnum Reynisfjall.
Færsla hringvegarins og jarðgöng gegnum Reynisfjall raska svæðum á náttúruminjaskrá og svæðum sem njóta verndar náttúruverndarlaga.
Breiðafjörðinn þarf að vernda. Vindorkuver eru skaðleg fuglalífi.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.
Utanríkisráðuneytið tekur ekki Græn skref
Síðan 2016 þegar Utanríkisráðuneytið skráði sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hefur ráðuneytið ekki tekið eitt einasta skref. Ekki er um að ræða flókin verkefni eða óyfirstíganlegar kröfur þar sem ferillinn er sniðinn að ríkisstofnunum. Landvernd óskaði eftir svörum um hverju sætir.
Græn uppbygging eftir COVID
Tryggja þarf að uppbygging efnahagslífsins eftir Covid miði að grænum lausnum. Kolefnisgjald og Hálendisþjóðgarður eru hluti af því.
Neikvætt umhverfismat Hnútuvirkjunar en skipulagsvinna heldur áfram
Þrátt fyrir neikvætt umhverfismat Skipulagsstofnunar er haldið áfram með skipulag hnútuvirkjunar. Skaftárhreppur hefur ekki sýnt fram á að það séu brýnir almannahagsmunir að virkja Hnútu. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.
Umsögn: Gerpissvæðið friðlýst
Mikilvægt er að friðlýsa Gerpissvæðið bæði með tilliti til náttúru- og menningarminja svo sem Barðsneseldstöðina og fjölda steingervinga.
Styttri frestir vegna friðlýsinga og kortlagning víðerna
Umsögn um breytingar á lögum um náttúruvernd. Mikilvægt er að stytta fresti til umsagna vegna friðlýsinga og að leggja skyldu á ráðherra um að víðerni verði kortlögð. Ekki er gengið nógu langt í þessu frumvarpi í þá veru.
Umsögn: Óafturkræf umhverfisáhrif „smá“virkjana geta verið veruleg
Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.
Fyrirspurn til umhverfisráðherra: Hver er staðan á aðgerðaáætlun vegna Árósasamningsins?
Landvernd sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna aðgerðaáætlunar um Árósasamninginn sem ráðuneytið setti af stað árið 2018.
Samræmi vantar í opinberar áætlanir
Borið hefur á því að áætlanir ríkisins samræmist ekki innbyrðis. Þannig bera nýjasta fjárlagaáætlun og samgönguáætlun þess lítil merki að í gildi sé aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Endurskoða þarf stórfellda efnislosun í Ölfusá
Landvernd beinir því til bæjarstjórnar Árborgar að endurskoða tillögur um stórfellda efnislosun í Ölfusá
Umsögn: Friðlýsing Urriðakotshrauns
Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.
Umsögn: Mat á umhverfisáhrifum á vindorkuveri á Melrakkasléttu ekki tímabær
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með mat á umhverfisáhrifum fyrir stór vindorkuver þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. 200 MW vindorkuver á Melrakkasléttu er ekki tímabært.
Umsögn: Deiliskipulag í Urriðavatnsdölum Garðabæ
Stjórn Landverndar styður friðlýsingu Urriðakotshrauns, gerð upplýsingaskilta og bætt aðgengi almennings að svæðinu en er alfarið á móti því að samfara friðlýsingunni verði unnin spjöll á hrauninu
Takmörkun á notkun Pálmaolíu er forgangsatriði
Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga þurfi mun lengra.
Umsögn: Grænni utanríkisstefnu þarf að fylgja græn skref utanríkisþjónustunnar
Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.
Umsögn: Bindum markmið í loftslagsmálum í lög og styrkjum stjórnsýsluna
Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.
Umsögn: Nauðsynlegt að hækka kolefnisgjald verulega
Landvernd telur að við afgreiðslu fjárlaga verði að hækka kolefnisgjald verulega til þess að ná markmiðum um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.
Umsögn: Nauðsynlegt að hækka kolefnisgjald
Til þess að árangur náist af því að hækka kolefnisgjald verður að hækka það verulega fyrst. Landvernd styður við árangurstengingu kolefnisgjalds.
Vindorkuver ættu að bíða niðurstöðu rammaáætlunar
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.
Of hratt farið í breytingar á skipulagslögum og markmið óskýr
Stjórn Landverndar telur að stofnun sérstakra stjórnsýslunefnda til þess að fjalla um lagningu raflína sem ná yfir sveitafélagamörk þarfnist betri undirbúnings. Gæta verður að því að náttúra Íslands líði ekki fyrir þessar breytingar og að þær auki ekki þann mikla herkostnað sem þegar hefur hlotist af stóriðjuvæðingu Íslands.
Mikil bæting á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum en tíminn er naumur
Önnur útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er miklu mun betri en sú fyrsta. Þó telur stjórn Landverndar að mun meira verði að koma til ef markmið um verulegan samdrátt eiga að nást.
Íslensk stjórnvöld verða að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum
Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.
Einstök náttúruverðmæti í Mýrdalshrepp
Aðalskipulag Mýrdalshrepps þarf að taka mið af þeim einstöku náttúruverðmætum sem í hreppnum eru. Mjög varlega þarf að fara við allar framkvæmdir eins og veglagningu til þess að skerða ekki náttúruverðmæti.
Vernda þarf búsvæði villtra dýra
Auka þarf áherslu á vernd búsvæða dýra í hættu. Umsögn Landverndar um lög um vernd og veiðar á villtum dýrum bendir einnig á að selir og hvalir eru villt dýr sem þarf einnig að vernda.
Nauðsynlegt að stytta umsagnartíma friðlýsinga
Landvernd styður fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum eins og stytting umsagnartíma og útvíkkað bann við urðun úrgangs.
Einstakar náttúruperlur eins og Dyrhólaey þarfnast verndar
Verndargildi Dyrhólaeyjar er hátt. Í umsögn sinni bendir stjórn Landverndar á að mikilvægt er að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða líkt og Dyrhólaóss og aðliggjandi leira og votlendis.
Umsögn Landverndar um Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
Umsögn Landverndar um Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029. Mikilvægt er að tryggja öryggi raforkuflutnings til almennings en hingað til hefur meiri áhersla verið lögð á stóriðju.
Friðlýsum Fitjar, votlendissvæðið í Skorradal
Stjórn Landverndar styður heilshugar tillögu Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Fitja. Stjórnin telur einnig kjörið að nýta tækifærið og tengja saman friðlýst birkiskógarvistkerfi og votlendissvæðið við Fitjar saman.
Látum söguna ekki endurtaka sig
Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.
Umgjörð loftslagsmála á Íslandi veik
Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.
Dregið úr plastmengun með lagasetningu
Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.
Friðlýsing Geysis er mikið fagnaðarefni
Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Geysissvæðisins sem náttúruvætti og telur það mikið heillaskref.
Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.
Tryggja þarf afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun með jarðstrengjum
Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.
Fjárfestum ekki í aðgerðum sem skaða loftslagið
Stjórn Landverndar styður stofnun starfshóps sem skoða á möguleika á fjárfestingabanni í jarðefnaeldsneytisvinnslu. Landvernd bendir jafnframt á tillögur hinna ýmsu hópa Landverndar sem fram hafa komið sl. ár um skref og hugmyndir til þess að ná samdrætti í losun.
Löngu tímabært að friðlýsa Goðafoss. Umsögn Landverndar
Landvernd styður heilshugar tillögu um friðlýsingu Goðafoss en telur rétt að nýta tækifærið og friðlýsa Skjálfandafljót allt.
10 MW virkjanir geta valdið miklum skaða. Umsögn Landverndar smávirkjanir.
Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.
Stjórn Landverndar styður græna utanríkisstefnu en kallar á aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Stjórn Landverndar styður gerð grænnar utanríkisstefnu en telur að setja verði aðgerðir til þess að draga ur losun gróðurhúsalofttegunda í algjöran forgang.
Stjórn Landverndar kallar á nýtt umhverfismat fyrir Hvalárvirkjun
Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.
Landvernd fagnar friðlýsingu Búrfells, Búrfelssgjár og Selgjár
Landvernd fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu Búrfellsgjár en gerir athugasemd að í hana vanti „hrauntröðina“ í Urriðakotshrauni.
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.
Verndun víðerna Drangajökulssvæðisins mikilvæg skv. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (IUCN).
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
Umsögn um samgönguáætlun 2020-2024
Gæta þarf samræmis í áætlanagerð ríkisins. Samgönguáætlun virðist ekki taka mið af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.