Náttúruverndarsamtök Austurlands á vaktinni í hálfa öld
Náttúruverndarsamtök Austurlands fagna 50 ára afmæli. Í hálfa öld hefur NAUST staðið vaktina og opnað augu fólks fyrir fegurð náttúrunnar og víðerna.
Náttúruverndarsamtök Austurlands fagna 50 ára afmæli. Í hálfa öld hefur NAUST staðið vaktina og opnað augu fólks fyrir fegurð náttúrunnar og víðerna.
Stjórn Landverndar styður friðlýsingu Urriðakotshrauns, gerð upplýsingaskilta og bætt aðgengi almennings að svæðinu en er alfarið á móti því að samfara friðlýsingunni verði unnin spjöll á hrauninu
Hvernig væri að endurhugsa neysluna og minnka sóun í nóvember? Roots&Shoots stendur fyrir No Waste November.
Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga þurfi mun lengra.
Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.
Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.
Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Landvernd telur að við afgreiðslu fjárlaga verði að hækka kolefnisgjald verulega til þess að ná markmiðum um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.
Til þess að árangur náist af því að hækka kolefnisgjald verður að hækka það verulega fyrst. Landvernd styður við árangurstengingu kolefnisgjalds.
Landvernd hefur opnað nýja starfsstöð á Egilsstöðum. Guðrún Schmidt, sérfræðingur í sjálfbærnimenntun er starfmaður Landverndar og sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein.
Fáðu hugmyndir að skemmtilegum þrautum og verkefnum sem gleðja og kæta. Útivera og náttúruskoðun hefur góð áhrif á heilsu og líðan.
Haustbingó Landverndar samanstendur af fjölbreyttum þrautum sem hver og einn leysir með sjálfum sér. Taktu þátt og njóttu þess að fá ferskt loft og betri tengingu við náttúruna og móður jörð.
Haust: Leikum með lauf og skoðum árstíðabundnar breytingar í umhverfi okkar. Hvernig lauf má finna í okkar nánasta umhverfi? Hvaða trjám tilheyra þau?
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.
Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum skilaði nýverið inn umsögn sinni við uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Stjórn Landverndar telur að stofnun sérstakra stjórnsýslunefnda til þess að fjalla um lagningu raflína sem ná yfir sveitafélagamörk þarfnist betri undirbúnings. Gæta verður að því að náttúra Íslands líði ekki fyrir þessar breytingar og að þær auki ekki þann mikla herkostnað sem þegar hefur hlotist af stóriðjuvæðingu Íslands.
Önnur útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er miklu mun betri en sú fyrsta. Þó telur stjórn Landverndar að mun meira verði að koma til ef markmið um verulegan samdrátt eiga að nást.
Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.