Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Flogið yfir Ísland. Draga þarf úr losun kolefnis á Íslandi.

Umsögn: Grænni utanríkisstefnu þarf að fylgja græn skref utanríkisþjónustunnar

Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.

SJÁ VERKEFNI »
Klaki við jökullón, loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á líf okkar. landvernd.is

Umsögn: Bindum markmið í loftslagsmálum í lög og styrkjum stjórnsýsluna

Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.

SJÁ VERKEFNI »
Vindmyllur eru endurnýjanlegur orkugjafi. Velja þarf þeim stað þar sem þær hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið, landvernd.is

Vindorka – Vöndum til verka

Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.

SJÁ VERKEFNI »
Vindorkuver eiga ekki heima hvar sem er. Vissara er að taka vindorku inn í rammaáætlun.

Vindorkuver ættu að bíða niðurstöðu rammaáætlunar

Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.

SJÁ VERKEFNI »
Hápennulínur flytja rafmagn til stóriðju, jarðstrengir eru vænlegri kostur þegar tryggja á flutning raforku til almennings, landvernd.is

Of hratt farið í breytingar á skipulagslögum og markmið óskýr

Stjórn Landverndar telur að stofnun sérstakra stjórnsýslunefnda til þess að fjalla um lagningu raflína sem ná yfir sveitafélagamörk þarfnist betri undirbúnings. Gæta verður að því að náttúra Íslands líði ekki fyrir þessar breytingar og að þær auki ekki þann mikla herkostnað sem þegar hefur hlotist af stóriðjuvæðingu Íslands.

SJÁ VERKEFNI »
Lögberg Þingvellir. Með lögum skal land byggja. Landvernd krefst þess að lögum um náttúruvernd sé fylgt í hvívetna, landvernd.is

Íslensk stjórnvöld verða að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum

Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.

SJÁ VERKEFNI »