Loftslagsbreytingar og valdefling á vel sóttri ráðstefnu Skóla á grænni grein
Viðfangsefni ráðstefnunnar var loftslagsbreytingar í skólastarfi. Var ráðstefnan vel sótt og samanstóð dagskráin af erindum, vinnustofum og menntabúðum.
Viðfangsefni ráðstefnunnar var loftslagsbreytingar í skólastarfi. Var ráðstefnan vel sótt og samanstóð dagskráin af erindum, vinnustofum og menntabúðum.
Stjórn Landverndar styður gerð grænnar utanríkisstefnu en telur að setja verði aðgerðir til þess að draga ur losun gróðurhúsalofttegunda í algjöran forgang.
Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.
Landvernd fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu Búrfellsgjár en gerir athugasemd að í hana vanti „hrauntröðina“ í Urriðakotshrauni.
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Hvernig getum við minnkað neyslu? Hvað getum við gert? Landvernd sýnir hér á skemmtilegan hátt auðveldar leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu.
Á ráðstefnunni verður fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og verður sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.
Landvernd veitir sveitarfélögum leiðsögn í gerð kolefnisbókhalds í handbókinni Öndum léttar.
Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
Gæta þarf samræmis í áætlanagerð ríkisins. Samgönguáætlun virðist ekki taka mið af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Ástralía brennur af völdum loftslagshamfara! Hvernig getum við brugðist við? Hvað getur þú gert? Styrkjum og styðjum fólk og dýr.
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.
Opið bréf stjórnar Landverndar til forsætisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar. Þar er einkum fjallað um eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans, hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöldum, sem sífellt fleiri nefna hamfarahlýnun. Í bréfinu er einnig vísað til aðgerða til bæta orðspor Íslendinga í loftslagsmálum. Það eru tillögur sem félagar í Landvernd hafa tekið saman á árinu sem er að líða.
Grípa þarf til aðgerða í loftslagsmálum og það strax! Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem fram hafa komið á vettvangi Landverndar.
Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.
Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.