
Hvernig sjá nemendur umhverfismálin? Ljósmyndasýning
Ungt umhverfisfréttafólk í Fjölbrautaskólanum við Ármúla stendur fyrir ljósmyndasýningu í samstarfi við Landvernd frá 27. maí til 3. júní.
Ungt umhverfisfréttafólk í Fjölbrautaskólanum við Ármúla stendur fyrir ljósmyndasýningu í samstarfi við Landvernd frá 27. maí til 3. júní.
Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.
Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.
Tryggja þarf raforkuöryggi á Vestfjörðum. Raforkuöryggi á Vestfjörðum má bæta tífalt með því að leggja línur í jörð á bilanagjörnustu leiðunum.
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu
Strandafjöllin, dulúðleg og ægifögur, umvefja lítið samfélag við ysta haf, Árneshrepp á Ströndum. Rakel Valgeirsdóttir og Valgeir Benediktsson skrifa um arleifð Árneshrepps.
Lífs Streymið // Life Stream er viðburður sem tileinkaður er því margbreytilega lífi sem jörðin okkar býr yfir. Við fögnum náttúrunni, umhverfinu, dýrunum, plöntunum, mannfólkinu.
Fjögur náttúruverndarsamtök hafa sent inn stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kærðu framkvæmdaleyfi fyrsta hluta Hvalárvirkjunar í fyrr og gerðu um leið kröfu um stöðvun framkvæmda. Úrskurðanefndin hefur enn ekki úrskurðað í málinu, framkvæmdir eru yfirvofandi og því senda samtökin aftur inn kröfu um stöðvun.
Fjölmargir nemendur sendu inn verkefni í keppnina Ungt umhverfisfréttafólk. Sigurvegarar 2020 eru…
Allir geta ræktað! Nú er rétti tíminn. Það er dásamlegt að rækta grænmeti og það er ekki síður gott fyrir umhverfið.
Hver vinnur keppnina í ár? Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið þann 6. maí og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.
Landvernd hvetur íslensk stjórnvöld til að una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum og leggja fyrir Alþingi tillögu um að fella tafarlaust úr gildi þau lög sem stangast á við reglurnar. Jafnframt telur Landvernd ákvörðun ESA sýna skýrt gildi þess að virða ákvæði Árósamningsins um aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku.
Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Geysissvæðisins sem náttúruvætti og telur það mikið heillaskref.
Stjórn Landverndar bendir á sjálfbærar aðgerðir til þess að reisa við efnahaginn eftir COVID faraldurinn sem hafa langtímamarkmið um náttúruvernd og verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda að leiðarljósi.
Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.
Fögnum Degi jarðar með ljúffengri máltíð sem er í senn holl og umhverfisvæn.
Landvernd fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu og voru áskoranir margar. Ársrit Landverndar er lagt fram á aðalfundi samtakanna sem skýrsla stjórnar.
Eftirlitsstofnun EFTA segir að beitt hafi verið ólögmætum ákvæðum í íslenskum lögum og reglugerð er tvö fiskeldisfyrirtæki fengu að starfa þrátt fyrir að úrskurðarnefnd hefði sagt starfsemina í bága við lög.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Landverndar fagnar nú 90 ára afmæli, Landvernd sendir henni heillaóskir og þakkir fyrir stuðning á liðnum áratugum. Samtökin koma til með að gróðursetja 90 bjarkir í Vigdísarrjóðri í Alviðru þegar frost fer úr jörðu.
Álframleiðsla dregst saman alls staðar í heiminum nema á Íslandi og í Kína. Hvað segir það okkur?
Álverð hefur hrunið á heimsvísu – lækkunin frá 2007 er 39%. Með því að selja álverum ódýra orku stuðlum við að offramboði, lágu álverði og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda.