Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Viðskiptaráð á villigötum

Viðskiptaráð heldur á lofti mikilvægi einkaframtaks í orkumálum og að losa fyrirtækin undan oki skriffinnsku til að flýta fyrir orkuframkvæmdum. Það er hættuspil að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum.

SJÁ VERKEFNI »

Frekara sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað

Stjórn Landverndar hvetur Alþingi og ráðherra til að bregðast við ábendingum Ríkisendurskoðunar og banna frekari vöxt á fiskeldi í sjókvíum þar til endurbótum á lögum og reglum er lokið og gerð hefur verið ítarleg úttekt á áhrifum þessarar starfsemi á lífríkið við strendur landsins. Ef niðurstaða rannsókna staðfestir víðtæk neikvæð umhverfisáhrif er sjálfgefið að fyrirliggjandi starfsleyfi verði ekki endurnýjuð þegar að því kemur.

SJÁ VERKEFNI »

Landeldi á laxi í Ölfusi

Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.

SJÁ VERKEFNI »

Friðlýsing Skaftár og vatnasviðs hennar

Langisjór er um 20 km ílangt, djúpblátt fjallavatn, sem tilheyrir hinu óraskaða vatnasviði Skaftár. Langisjór var friðlýstur sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sumarið 2011 og endahnútur þannig hnýttur á áratugalanga varnarbaráttu gegn virkjanahugmyndum. Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Skaftár og vatnasviðs hennar.

SJÁ VERKEFNI »

Samspil ferðaþjónustu og náttúruverndar

Það eru takmörk fyrir því hve marga ferðamenn náttúra landsins og samfélagið okkar getur borið með góðu móti. Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar og Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, óska eftir skýrri stefnu um ferðaþjónustu á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »

Stórurð – verndar- og stjórnunaráætlun

Stjórn Landverndar fagnar vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Stórurð og friðlýsingu þessa einstaka náttúruundurs. Mikilvægt er að allt land innan hins friðlýsta svæðis fái vandaða umfjöllun, ekki einvörðungu Stórurð heldur einnig svæðið út með Selfljóti og að Stapavík, sem er samfelld náttúruperla.

SJÁ VERKEFNI »

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

SJÁ VERKEFNI »

Framtíðin er núna

Hvernig var árið 2022 þegar kemur að umhverfismálunum? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir árið og bendir á að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.

SJÁ VERKEFNI »