Þú er hér - Category: FRÉTTIR

Verndum náttúruna, landvernd.is

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027

Almennt má segja að orðið hafi forsendubrestur frá fyrri kerfisáætlunum Landsnets, sem gerir það að verkum að endurgera þarf nýja kerfisáætlun að verulegu leyti með tilliti til breyttra tíma, auk þess sem kerfisáætlun 2017 var ekki samþykkt af Orkustofnun.

SJÁ VERKEFNI »

Misskilningur í máli Iðnaðarráðherra

Mikilvægt er að leiðrétta misskilning sem kemur fram í máli iðnaðarráðherra í frétt RÚV í gær um leikreglur í virkjanamálum á Íslandi í tengslum við tillögu Náttúrufræðistofnunar Ísland um friðlýsingu svæða við Drangajökul, en með friðlýsingu væri fyrirhuguð Hvalárvirkjun mögulega úr sögunni

SJÁ VERKEFNI »

Landvernd óskar eftir sérfræðingi

Landvernd óskar eftir að ráða starfsmann við verkefnið Skólar á grænni grein – Grænfánaverkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í um 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í 100% stöðu frá 1. september 2018 til 1. júní 2019.

SJÁ VERKEFNI »
Drynjandi er einn af þeim fossum sem mun þurrkast upp ef af Hvalárvirkjun verður, landvernd.is

Blekkingar um Hvalárvirkjun á Ströndum afhjúpaðar

Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.

SJÁ VERKEFNI »
Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum, Tungnafljót í Biskupstungum. Mynd: Magnús Jóhannsson, landvernd.is

Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum

Landvernd skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að virkja þetta ákvæði og friðlýsa hið allra fyrsta stærstu lindavatnssvæði landsins gagnvart orkuvinnslu. Jafnframt skorar Landvernd á orkufyrirtæki og sveitarstjórnir að láta af hernaði gegn þessum djásnum landsins.

SJÁ VERKEFNI »

Varðliðar umhverfisins 2018

Varðliðar umhverfisins 2018 eru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær.

SJÁ VERKEFNI »