FRÉTTIR AF STARFI OG VERKEFNUM
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd. Saga SJÁ, 1986 – 2021
Í 35 ára hafa Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa staðið fyrir vinnuferðum á ótal staði hér á landi og virkjað sjálfboðaliða til þess að vernda náttúru Íslands og gera aðgengilegri fyrir almenning.
Lífbreytileiki á mannamáli
Lífbreytileiki nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.
Tímabært að gera grundvallar breytingu á starfsleyfum álvera – umsögn
Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík. Tímabært er að gera breytingar á starfsleyfum álvera.
Rostungar og víkingar
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Þrír flokkar með fullt hús á munnlega umhverfisprófinu og tveir með núll
Standast flokkarnir munnlega umhverfisprófið? Hér er niðurstaðan. Kynntu þér málið. Hvað ætlar þú að kjósa?
Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli
Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli á Íslandi skólaárið 2021-2022. Á afmælisárinu fögnum við nemendum og starfsfólki skólanna og sendum frá okkur afmælispakka, tileinkaðan ákveðnu þema í hverjum mánuði.
Viðburður: Loftslagsmálin á mannamáli
Loftslagsmálin eru mikið í umræðunni. Þann 21. september 2021 efnir Landvernd til fræðslufundar um loftslagsmálin á mannamáli.
Valdið til unga fólksins
Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.
Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna
Enginn raforkuskortur er yfirvofandi á Íslandi, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2021
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.
Fimm hlutir gegn plastmengun í hafi – sem þú getur gert strax í dag.
Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Hvað er loftslagsréttlæti? – það sem þú þarft að vita
Jafnrétti er óhugsandi án þróunar til sjálfbærni og breytts efnahagskerfis. Þess vegna skiptir þekking á loftslagsjafnrétti miklu máli.
Ekkert nema tafarlausar og öflugar aðgerðir geta dregið úr hamfarahlýnun – Fréttatilkynning
Landvernd krefst róttækra breytinga á loftslagsstefnu Íslands og að loftslagsaðgerðir verði ríkjandi kosningamál allra flokka og fjölmiðla í komandi alþingiskosningum Engar nýjar fréttir í nýrri …
Hlaupið fyrir náttúru Íslands
Þú getur styrkt Landvernd með því að hlaupa fyrir Landvernd og heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram í ágúst 2021.
Skordýrahótel – Hótel fyrir pöddur af öllum stærðum og gerðum
Verndum lífbreytileikann og opnum hótel. Skordýrahótel veitir fyrir pöddum og smádýrum skjól fyrir veðri.
Flug Spóans
Spóar fljúga sex þúsund kílómetra frá vetrarstöðvum sínum í V-Afríku til Íslands í einum rykk. Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi skrifar um spóann.
Hjörleifur Guttormsson – Heiðursfélagi Landverndar
Hjörleifur Guttormsson var kosinn heiðursfélagi Landverndar á aðalfundi samtakanna 12. júní 2021.
Íris Lilja komin í úrslit í alþjóðlegu keppninni Young Reporters for the Environment
Ljósmynd Írisar Lilju er komin í úrslit alþjóðlegu keppninnar Young Reporters for the Environment. Hún keppir í flokknum Single Photo Campaign, 15-18 years.
Þjóðgarður í þágu náttúru og þjóðar
Páll Guðmundson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um hálendisþjóðgarð.
Fáfræðin dýrkeypta
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur skrifar um dýrmæta náttúru og nauðsyn náttúruverndar.
Virkjum kærleikann í þágu náttúrunnar
Pistill Tryggva Felixsonar formanns Landverndar í Ársriti Landverndar 2021.
Sæt tortíming – Sweet distruction sigrar Ungt Umhverfisfréttafólk 2021
Íris Lilja Jóhannsdóttir í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er sigurvegari í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk 2021.
Náttúra hálendis verðmæti framtíðar
Endurheimt náttúrulegra vistkerfa og skýrari rammi um lausagöngu búfjár eru meðal áherslumála í ályktunum aðalfundar Landverndar, sem haldinn var í síðustu viku.
Jónsmessuganga í Alviðru 24. júní 2021
24. júní kl. 19:30. Öll velkomin í Jónsmessugöngu um hlíðar Ingólfsfjalls, með útsýni yfir Sogið og Grímsnesið. Tryggvi Felixson veitir leiðsögn.
Sumardagskrá í Alviðru 2021
Alviðra fræðslusetur Landverndar stendur í sumar fyrir metnaðarfullri og áhugaverðri sumardagskrá fyrir gesti og gangandi. Dagskráin felur í sér stutt fræðsluerindi og hóflega göngu.
Ályktanir og ný stjórn á aðalfundi Landverndar 2021
Á aðalfundi Landvernd fór fram stjórnarkjör og sendir fundurinn frá sér ályktanir.
Koparoxíð í sjókvíum – Ályktun
Við krefjumst skýringa á því að Umhverfisstofnun heimilar notkun koparoxíðs sem ásætuvörn á sjókvíum Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði.
Yfirlýsing stjórnar Landverndar: Hálendisþjóðgarður – Alþingi hefur brugðist
Hálendisþjóðgarður – Alþingi hefur brugðist. Yfirlýsing stjórnar Landverndar.
Ársrit Landverndar 2020-2021
Landvernd styrk á erfiðum tímum. Ársrit Landverndar um starfsárið 2020-2021 er lögð fram á aðalfundi samtakanna 12. júní 2021.
Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 – Skýrsla
Skýrsla sem hér birtist hefur að geyma greiningu sem Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) vann fyrir Landvernd vorið 2021.
Viðburður: Fær náttúran nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins? Opið málþing
Þann 9. júní 2021 efna Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands til málþings um samspil borgarskipulags og náttúruverndar.
Vörsluskylda búfjár – Ný skýrsla Landverndar
Ný skýrsla frá Landvernd skýrir hvernig hægt er að breyta lögum þannig að lausaganga búfjár verði stöðvuð og vörsluskylda gerð að meginreglu.
Sigurvegarar 2021 – Skoðaðu verkefnin – Ungt umhverfisfréttafólk
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Ungt umhverfisfréttafólk 2021.
Verðlaunaafhending 2021 – Ungt umhverfisfréttafólk
Hvaða ungmenni eru umhverfisfréttafólk ársins? Sigurvegarar verða kynntir 12. maí 2021. Við hvetjum áhugasamt fólk að fylgjast með!
Óskum eftir breytingum á stjórn Úrvinnslusjóðs
Það skýtur skökku við að atvinnulífið eigi að hafa meirihluta í stjórn Úrvinnslusjóðs, sem er eign ríkisins, og fjármagnaður af neytendum.
Hvað þyrftum við margar jarðir ef allir væru eins og þú? Reiknaðu þitt vistspor?
Hversu margar jarðir kallar lífsstíll þinn á? Hve margar jarðir þyrftum við ef allir væru eins og þú? Kynntu þér málið og reiknaðu út þitt vistspor.
Keppni um besta birkimyndbandið
Taktu þátt í keppni um besta birkimyndbandið. Keppnin er ætluð nemendum grunnskóla og framhaldsskóla. Skráðu þig til leiks á birkiskogar.is.
Skilafrestur er 30. september 2021.
Ræktaðu matjurtir í Alviðru
Félögum Landverndar býðst að rækta eigin matjurtir í góðum félagsskap í Alviðru í sumar. Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur hefur umsjón með grenndargarðinum.
Viðburður: Hver ber ábyrgð á náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu? Opið málþing
Þann 21. apríl 2021 efna Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands til málþings um skipulag grænna svæða á og nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Aðalfundur Landverndar 2021 haldinn 12. júní
Aðalfundur Landverndar 2021 fer fram í Reykjavík laugardaginn 12. júní nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.
Alviðra fræðslusetur býður skólahópa velkomna. Fjölbreytt dagskrá í boði.
Alviðra er náttúruskóli og fræðslusetur Landverndar. Tekið er á móti skólahópum í Alviðru.
Ungt umhverfisfréttafólk – skil á verkefni í keppnina 20. apríl 2021
Skilafrestur í árlegu samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks er 20. apríl 2021.
Er skólinn þinn á grænni grein?
Skólar á grænni grein vinna ötullega að menntun til sjálfbærni og umhverfismálum með nemendum sínum og eru verkefnin valdeflandi og aðgerðamiðuð og vinna að sjálfbærni í víðum skilningi.
Umsögn: Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum
Hvað er loftslagskvíði? – Allt sem þú þarft að vita og góð ráð.
Hvað er loftslagskvíði? Hvað getum við gert? Margir finna fyrir loftslagskvíða. Hvernig getum við brugðist við?
Má bjóða þér birkifræ?
Má bjóða skólanum þínum birkifræ? Skólum landsins býðst að fá birkifræ úr fræbanka Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.
Tilraunir með spírun birkifræja
Hvaða fræ verða að trjám? Hvað er birkihnúðmý? Hér eru tilraunir úr smiðju Vistheimtar með skólum um spírun birkifræja.
Vilt þú auka hæfni þína í kennslu menntunar til sjálfbærni?
Námskeið fyrir kennara um valdeflingu nemenda í tengslum við loftslagsmál. 16. apríl 2021 hjá Endurmenntun.
Fræsöfnun og sáning birkifræja
Verkefni úr smiðju Vistheimtar með skólum um söfnun og sáningu birkifræja. Vistheimt með skólum beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir.
Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis
Landvernd og norræn systursamtök telja að með því að gera Norðurlöndin að jarðefnaeldsneytislausu svæði megi ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.
Umsögn: Lög um mat á umhverfisáhrifum
Ramminn um stórar framkvæmdir sem hafa mikil og óafturkræf áhrif á umhverfið þarf að vera skýr. Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er löngu tímabær sem og rétt innleiðing EES reglna.
Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins 2021 er hafin
Nemendur í 5. – 10. bekk geta sent inn verkefni í keppnina Varðliðar umhverfisins sem er haldin af Landvernd, Miðstöð útináms og útilífs og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Sendu inn verkefni!
Mikilvægt að tryggja aðkomu almennings að umhverfismálum í stjórnarskránni – umsögn
Tilvistarréttur náttúrunnar ætti að vera skýr í stjórnarskránni. Einnig er mikilvægt að almenningur hafi rétt til að gæta náttúrunnar.
Umsögn: Vindorkuver þurfa að fara í gegnum rammaáætlun
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Fréttatilkynning: Framtaksleysi Alþingis ljúki á vorþingi
Hugmyndafræði rammaáætlunar gengur út frá röngum forsendum. Gert er ráð fyrir að allt landið sé undir til virkjana en Landvernd bendir á að íslensk náttúra skuli vera vernduð nema sérstakar aðstæður gefa tilefni til annars.
Framtaksleysi Alþingis skaðar rammaáætlun. Umsögn um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Rammaáætlun er faglegt ferli til þess að fjalla um vernd og orkunýtingu. Að bíða í 5 ár með afgreiðslu áætlunarinnar skaðar hana og Alþingi verður að bæta úr því.
Stóriðjustefnan – nýju fötin keisarans
Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum.
Náttúru- og umhverfisvernd er almannaheillamál
Náttúru- og umhverfisvernd eru með stærstu og mest áríðandi almannaheillamálum nútímans. Alþingi má ekki samþykkja óbreytt frumvarp þar sem þau samtök eru undanskilin ívilninum fyrir almannaheillafélög.
Ferðafrelsi í þjóðgarði
Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs.
Þessu þarf að breyta í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð
Landvernd hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Þessu þarf að breyta. Myndband.