Framtaksleysi Alþingis skaðar rammaáætlun. Umsögn um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Rammaáætlun er faglegt ferli til þess að fjalla um vernd og orkunýtingu. Að bíða í 5 ár með afgreiðslu áætlunarinnar skaðar hana og Alþingi verður að bæta úr því.