Umsögn: Gerpissvæðið friðlýst
Mikilvægt er að friðlýsa Gerpissvæðið bæði með tilliti til náttúru- og menningarminja svo sem Barðsneseldstöðina og fjölda steingervinga.
Mikilvægt er að friðlýsa Gerpissvæðið bæði með tilliti til náttúru- og menningarminja svo sem Barðsneseldstöðina og fjölda steingervinga.
Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.
Gætum þjóðargersema okkar, stofnum þjóðgarð á hálendi Íslands. Hálendi Íslands er einstakt og hálendisþjóðgarður jafnast á við nýja landhelgi. Sveitarfélögin hafa ekkert að óttast.
Landvernd sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna aðgerðaáætlunar um Árósasamninginn sem ráðuneytið setti af stað árið 2018.
Af hverju er nauðsynlegt að stofna þjóðgarð um hálendi Íslands? Þann 1. desember 2020 stendur Landvernd fyrir ráðstefnu um þjóðargersemina hálendi Íslands.
Borið hefur á því að áætlanir ríkisins samræmist ekki innbyrðis. Þannig bera nýjasta fjárlagaáætlun og samgönguáætlun þess lítil merki að í gildi sé aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Úrgangsmál Íslendinga eru í miklum ólestri og tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt. Við hvetjum til úrbóta.
Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.
Magnús Hallgrímsson verkfræðingur (f. 6. 11.1932, d. 6.11.2020), verkfræðingur og stjórnarmaður Landverndar er fallinn frá.
Hver er ávinningur náttúruverndar? Þann 26.nóvember 2020 stendur Landvernd fyrir viðburði á niðurstöðum skýrslu McKinsey um virði náttúruverndar.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með mat á umhverfisáhrifum fyrir stór vindorkuver þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. 200 MW vindorkuver á Melrakkasléttu er ekki tímabært.
Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina – og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?
Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru.
Náttúruverndarsamtök Austurlands fagna 50 ára afmæli. Í hálfa öld hefur NAUST staðið vaktina og opnað augu fólks fyrir fegurð náttúrunnar og víðerna.
Stjórn Landverndar styður friðlýsingu Urriðakotshrauns, gerð upplýsingaskilta og bætt aðgengi almennings að svæðinu en er alfarið á móti því að samfara friðlýsingunni verði unnin spjöll á hrauninu
Hvernig væri að endurhugsa neysluna og minnka sóun í nóvember? Roots&Shoots stendur fyrir No Waste November.