Samræmi vantar í opinberar áætlanir
Borið hefur á því að áætlanir ríkisins samræmist ekki innbyrðis. Þannig bera nýjasta fjárlagaáætlun og samgönguáætlun þess lítil merki að í gildi sé aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Borið hefur á því að áætlanir ríkisins samræmist ekki innbyrðis. Þannig bera nýjasta fjárlagaáætlun og samgönguáætlun þess lítil merki að í gildi sé aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Úrgangsmál Íslendinga eru í miklum ólestri og tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt. Við hvetjum til úrbóta.
Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.
Magnús Hallgrímsson verkfræðingur (f. 6. 11.1932, d. 6.11.2020), verkfræðingur og stjórnarmaður Landverndar er fallinn frá.
Hver er ávinningur náttúruverndar? Þann 26.nóvember 2020 stendur Landvernd fyrir viðburði á niðurstöðum skýrslu McKinsey um virði náttúruverndar.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með mat á umhverfisáhrifum fyrir stór vindorkuver þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. 200 MW vindorkuver á Melrakkasléttu er ekki tímabært.
Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina – og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?
Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru.
Náttúruverndarsamtök Austurlands fagna 50 ára afmæli. Í hálfa öld hefur NAUST staðið vaktina og opnað augu fólks fyrir fegurð náttúrunnar og víðerna.
Stjórn Landverndar styður friðlýsingu Urriðakotshrauns, gerð upplýsingaskilta og bætt aðgengi almennings að svæðinu en er alfarið á móti því að samfara friðlýsingunni verði unnin spjöll á hrauninu
Hvernig væri að endurhugsa neysluna og minnka sóun í nóvember? Roots&Shoots stendur fyrir No Waste November.
Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga þurfi mun lengra.
Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.
Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.
Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Landvernd telur að við afgreiðslu fjárlaga verði að hækka kolefnisgjald verulega til þess að ná markmiðum um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.