Loftslagshamfarir í Ástralíu, -hvað getum við gert?
Ástralía brennur af völdum loftslagshamfara! Hvernig getum við brugðist við? Hvað getur þú gert? Styrkjum og styðjum fólk og dýr.
Ástralía brennur af völdum loftslagshamfara! Hvernig getum við brugðist við? Hvað getur þú gert? Styrkjum og styðjum fólk og dýr.
Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru.
Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.
Opið bréf stjórnar Landverndar til forsætisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar. Þar er einkum fjallað um eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans, hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöldum, sem sífellt fleiri nefna hamfarahlýnun. Í bréfinu er einnig vísað til aðgerða til bæta orðspor Íslendinga í loftslagsmálum. Það eru tillögur sem félagar í Landvernd hafa tekið saman á árinu sem er að líða.
Grípa þarf til aðgerða í loftslagsmálum og það strax! Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem fram hafa komið á vettvangi Landverndar.
Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.
Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla leyfi iðnaðarráðherra til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin ár tileinkað 5. desember baráttunni gegn eyðingu jarðvegs. Í ár er það gert undir slagorðunum „stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er undirstaða lífsins á jörðunni
Loftslagshópur Landverndar stóð fyrir táknrænni jarðarför jarðefnaeldsneytis í gjörningi við olíutankana úti á Granda.
Landvernd vill að olíuleit og vinnsla verði bönnuð með öllu í íslenskri lögsögu.
Afleiðingar matarsóunar eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðveldast að loka augunum fyrir vandamálinu og hugsa með sér „eigum við ekki sjálf matinn sem við erum búin að kaupa og ráðum hvað við gerum við hann?“ En málið er bara ekki svo einfalt og matur er ekki bara maturinn sjálfur, lokaafurðin
Við eigum auðvelt með breyta okkur sjálfum og koma auga á það sem við getum gert til að draga úr mengun. En hvernig höfum við áhrif á aðra?
Framleiðsla málma og flugsamgöngur eru þær iðngreinar sem menga langsamlega mest á Íslandi.
Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar.
Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.
Fyrir hreinsun þarf að ganga úr skugga um að hreinsunin sé framkvæmd með leyfi landeigenda.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Hér má finna námsefni og verkefni sem tilvalið er að leggja fyrir í tengslum við daginn.