- UM LANDVERND
Kynntu þér Landvernd
- VIÐFANGSEFNI
- GRÆN PÓLITÍK
- STYÐJA
Stuðningur
Verslun Landverndar
- VERKEFNI LANDVERNDAR
Innkaupakarfa
No products in the cart.
100% Örugg verslun!
Loftslagshópur Landverndar samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið en eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og framtíðarinnar. Vertu með!
Árið 2020 var erfitt en sýndi okkur að við getum tekið höndum saman gegn hamfarahlýnun. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar skrifar.
Jólasveinarnir eru ekki ókunnugir sjálfbærum leiðum enda hafa þeir lifað tímana tvenna! Brátt koma jólasveinarnir til byggða. Loftslagshópur Landverndar segir hér frá snjöllum skógjöfum sem loftslagsvænir sveinar hafa gefið þeim í skóinn.
Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum veitir hér góð ráð fyrir þau sem kjósa að gefa loftslagsvænar jólagjafir!
Í loftslagshópnum koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Vertu með!
Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.
Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.
Landvernd telur að við afgreiðslu fjárlaga verði að hækka kolefnisgjald verulega til þess að ná markmiðum um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.
Til þess að árangur náist af því að hækka kolefnisgjald verður að hækka það verulega fyrst. Landvernd styður við árangurstengingu kolefnisgjalds.
Önnur útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er miklu mun betri en sú fyrsta. Þó telur stjórn Landverndar að mun meira verði að koma til ef markmið um verulegan samdrátt eiga að nást.
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir minnir á að í dag er þolmarkadagur jarðar runninn upp, þremur vikum síðar en í fyrra. Hún hvetur fólk til þess að spá í loftslagsmálum og veltir því upp hverju hægt væri að áorka ef þau væru tekin jafn föstum tökum og COVID-19.
Athafnir manna líkt og bruni jarðefnaeldsneytis hefur valdið hlýnun á jörðinni. Við þurfum að taka höndum saman til að takast á við breytta heimsmynd.
Grípum tækifærið og byggjum upp loftslagsvænni ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19. Þórhildur Fjóla varaformaður Landverndar og Loftslagshópur Landverndar leggur fram tillögur.
Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.
Hvaða umhverfismál brenna á ungu fólki? Ungt umhverfisfréttafólk er verkefni sem Landvernd rekur á Íslandi í nánu samstarfi við skóla í landinu. Vilt þú taka þátt?
Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Amma, afi, ég og barnabarnið mitt er valdeflandi verkefni sem setur stöðu mála í dag í samhengi við fortíð og framtíð.
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum líkt og koltvíoxíði, veldur hamfarahlýnun á jörðinni.
Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.
Stjórn Landverndar styður stofnun starfshóps sem skoða á möguleika á fjárfestingabanni í jarðefnaeldsneytisvinnslu. Landvernd bendir jafnframt á tillögur hinna ýmsu hópa Landverndar sem fram hafa komið sl. ár um skref og hugmyndir til þess að ná samdrætti í losun.
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.
Landvernd veitir sveitarfélögum leiðsögn í gerð kolefnisbókhalds í handbókinni Öndum léttar.
Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.
Gæta þarf samræmis í áætlanagerð ríkisins. Samgönguáætlun virðist ekki taka mið af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Ástralía brennur af völdum loftslagshamfara! Hvernig getum við brugðist við? Hvað getur þú gert? Styrkjum og styðjum fólk og dýr.
Grípa þarf til aðgerða í loftslagsmálum og það strax! Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem fram hafa komið á vettvangi Landverndar.
Loftslagshópur Landverndar stóð fyrir táknrænni jarðarför jarðefnaeldsneytis í gjörningi við olíutankana úti á Granda.
Kolefnisspor mælir áhrif lífsstíls manna eða ríkja á magn kolefnis í andrúmslofti. Húsnæði, samgöngur og fæðuval hafa mikil áhrif á kolefnisspor okkar.
Við eigum auðvelt með breyta okkur sjálfum og koma auga á það sem við getum gert til að draga úr mengun. En til að sjá heildarmyndina þurfum við að skoða samfélagið okkar með gagnrýnum augum og beita gagnrýnni hugsun. Hvað er það í umhverfi okkar sem skaðar loftslagið?
Það liggja miklir möguleikar í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ýmsum geirum samfélagsins. Nærtækast er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig er hægt að stefna á kolefnishlutleysi með því að binda kolefni. Það er meðal annars hægt með landgræðslu, endurheimt vistkerfa, þ.m.t. skóglendis og votlendis og steingervingu líkt og Carb-fix.
Hvað eru loftslagsbreytingar? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar? Af hverju stafa þær? Hvað getum við gert til að sporna við þeim?Hvernig komum við í skólann? Komum við gangandi, hjólandi, á bíl eða með strætó? Hvaða áhrif hafa mismunandi samgöngutæki á umhverfið? En heilsuna? Loftslagsbreytingar og samgöngur eru meðal þema Skóla á grænni grein.
Leiðbeiningar um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum fyrir sveitarfélög.
Við vitum að staðan er slæm og að loftslagsbreytingar af mannavöldum aukast á hverjum degi. Hvað er til bragðs að taka? Hér eru 10 hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Loftslagsbreytingar auka vopnuð átök og milljónir eru á flótta vegna þurrka, loftslagsmál eru mannúðarmál.
Hamfarahlýnun er breyting á loftslagi af mannavöldum og er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið og lífríkið á jörðinni standa frammi fyrir.
For whom? Our participants are both organized tourist groups and student groups (schools and others) as well as Icelanders.In the pilot, we focus particularily on …
Land degradation is a major environmental challenge in Iceland and human activities – particularly unsustainable land use but recently also tourism – contribute to the continued existence of the problem.
Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til afdráttarlausra og öflugra aðgerða til að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem nú blasir við í loftslagsmálum og ógnar öllu lífríki.
Sævar Helgi skrifar um paradísina Jörð Ég man þegar sjokkið kom – vendipunkturinn. Það var þegar ég stóð í ruslareininni í Álfsnesi, dvergvaxinn við rætur …
Græðum Ísland notar eingöngu innlendar tegundir til gróðursetningar: birki, baunagras, grávíði og melgresi. Áburði er dreift á næringarsnautt land.
Landvernd vill að loftslagslögum verði breytt þannig að þau endurspegli grafalvarlega stöðu í loftslagsmálum
Umsögn Landverndar um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Loftslagsverkefni Landverndar leiðbeinir sveitarfélögum um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar um loftslagsmál.
14.000 tonn af koltvíoxíði bundin til framtíðar. Alls unnu um 250 manns við áburðargjöf, gróðursetningu birkis og fræsöfnun. Um 16.000 birkiplöntur voru gróðursettar á um 40 hektara svæði sunnan við Þjófafoss í Hekluskógum og áburði dreift á það svæði.
Landvernd vill að Ísland verði kolefnishlutlaust ríki sem allra fyrst. Ganga þarf á kolefnisskuld jarðarinnar með kolefnisbindingu.
Það skiptir ekki máli hvort við búum í Mongólíu, Níger eða Íslandi – við reiðum okkur öll á þá þjónustu sem vistkerfi landsins veita okkur og við verðum öll fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum. Dr. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna, um landeyðingu og loftslagsbreytingar.
Parísarsamkomulagið veitir von um að samhent átak þjóða heims megi sporna gegn þessari þróun. Landvernd vill að þjóðir heims haldi hlýnun jarðar innan við 1,5°C miðað við iðnbyltingu og telur að Ísland verði að stefna að kolefnishlutleysi hið allra fyrsta.
Á Íslandi birtast loftslagsbreytingar m.a. í hlýrra veðurfari, bráðnun jökla, minnkandi snjóþekju að vetri, aukinni gróðurþekju, landnámi nýrra tegunda lífvera og hopi annarra, bæði í sjó og á landi.
CARE is a volunteering program in soil and land restoration in Iceland for tourists and study groups from abroad, and Icelanders alike. The project gives participants the change to give back to nature and strengthen cultural ties between Icelanders and their foreign visitors. The project is one of many projects of Landvernd, Icelandic Environment association NGO
Á aðalfundi Landverndar vorið 2017 var verkefninu hleypt af stokkunum sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem nefnist CARE, Græðum Ísland.
Aðalfundur Landverndar verður haldinn 13. maí n.k. í Frægarði í Gunnarsholti og Græðum Ísland hleypt af stokkunum við Þjófafoss.
Hvað er eiginlega tískusóun? Jú það er einmitt þetta, að kaupa trekk í trekk föt og aðrar tískuvörur sem maður notar sjaldan eða aldrei. Fötin eru orðin einnota, alveg eins og einnota pappadiskar og plasthnífapör.
Landvernd og Sveitarfélagið Hornafjörður skrifa undir yfirlýsingu um samdrátt í útlosun gróðurhúsalofttegunda hjá sveitarfélaginu. Landvernd vonast til að fá fleiri sveitarfélög í verkefnið í framhaldinu. Fljótsdalshérað hefur þegar hafið þátttöku.
Yfir 100 manns sóttu fyrirlestur Landverndar um Parísarsamninginn, efni hans og framtíðaráskoranir sem haldinn var í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Bill McKibben, the founder of 350.org, gave a presentation on action against climate change.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105, Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00.
Kt. 640971-0459
Sjáðu á KORTI
Netfang: landvernd@landvernd.is
Sími: 552 5242
Messenger: m.me/landvernd
Hafa samband